Gunnar myndi aldrei neita Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2013 08:00 Gunnar Nelson hafði betur gegn Jorge Santiago á stigum í London í síðasta mánuði. Mynd/NordicPhotos/Getty Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra." Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra."
Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira