Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Brjánn Jónasson skrifar 1. mars 2013 06:00 Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki orðið til þess að stuðningur við flokkinn aukist. Stuðningur við flokkinn hefur dalað á síðasta mánuði en Framsóknarflokkurinn virðist á mikilli siglingu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Björt framtíð er sem fyrr eina nýja framboðið sem nær yfir fimm prósenta múrinn sem þarf til að ná mönnum á þing. Stuðningur við þetta nýja framboð hefur hrunið frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Þá sögðust 16,4 prósent styðja Bjarta framtíð en nú styðja aðeins 8,7 prósent flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn og ætla 29 prósent þeirra sem afstöðu taka að kjósa flokkinn. Stuðningurinn hefur dalað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun en er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar 21 þingmann, en flokkurinn er með 16 í dag. Framsóknarflokkurinn mælist í mikilli uppsveiflu og kemst nærri því að slá Sjálfstæðisflokkinn út sem stærsti flokkurinn. Alls styðja 26,1 prósent landsmanna Framsóknarflokkinn, og hefur stuðningurinn aukist um 5,3 prósentustig á einum mánuði. Flokkurinn fékk stuðning 14,8 prósenta í síðustu kosningum og níu þingmenn kjörna en fengi nítján þingmenn samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Samfylkinguna eykst lítillega milli kannana. Hann mælist nú 12,8 prósent og hefur aukist um 0,9 prósentustig á síðasta mánuði. Fylgið hefur hrunið af flokknum frá síðustu kosningum þegar 29,8 prósent studdu Samfylkinguna. Flokkurinn fengi níu þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn virðast vera að ná vopnum sínum eftir að fylgið fór niður í 7,4 prósent um miðjan janúar. Nú segjast 11,8 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Enn er langt í land ætli frambjóðendur flokksins að ná 21,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Vinstri græn fengju átta þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en fengu fjórtán í kosningunum 2009. Björt framtíð er eina nýja framboðið sem mælist með nægilega mikinn stuðning til að koma mönnum á þing, en nokkur fjöldi nýrra framboða fær mælanlegan stuðning. Þannig segjast 2,6 prósent styðja Lýðræðisvaktina, sem Þorvaldur Gylfason leiðir. Sama hlutfall styður Hægri græna, sem Guðmundur Franklín Jónsson er í forsvari fyrir. Þá segjast 2,0 prósent styðja Dögun en innan vébanda þess framboðs eru meðal annars Hreyfingin og Borgarahreyfingin. Píratar, sem þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir hefur verið í forsvari fyrir, mælast með 1,5 prósenta fylgi. Meðal annarra framboða sem komast á blað er Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar, sem raunar er ekki ljóst hvort bjóði fram eða ekki en mælist með 0,9 prósenta fylgi. Þá mælist stuðningur við bæði Lýðveldisflokkinn og Framfaraflokkinn 0,6 prósent og 0,2 prósent styðja Alþýðufylkinguna.Við vinnslu könnunarinnar var beitt sömu aðferðafræði og notuð var við úrvinnslu síðustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var 30. og 31. janúar. Lesendum til upplýsingar sýnir gamla aðferðafræðin 30,8 prósenta stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og 25,9 prósenta fylgi Framsóknar. Þá fengi Samfylkingin 12,3 prósent, Vinstri græn 11 prósent og Björt framtíð 8,7 prósent samkvæmt þeirri aðferðafræði. Kosningar 2013 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki orðið til þess að stuðningur við flokkinn aukist. Stuðningur við flokkinn hefur dalað á síðasta mánuði en Framsóknarflokkurinn virðist á mikilli siglingu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Björt framtíð er sem fyrr eina nýja framboðið sem nær yfir fimm prósenta múrinn sem þarf til að ná mönnum á þing. Stuðningur við þetta nýja framboð hefur hrunið frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Þá sögðust 16,4 prósent styðja Bjarta framtíð en nú styðja aðeins 8,7 prósent flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn og ætla 29 prósent þeirra sem afstöðu taka að kjósa flokkinn. Stuðningurinn hefur dalað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun en er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar 21 þingmann, en flokkurinn er með 16 í dag. Framsóknarflokkurinn mælist í mikilli uppsveiflu og kemst nærri því að slá Sjálfstæðisflokkinn út sem stærsti flokkurinn. Alls styðja 26,1 prósent landsmanna Framsóknarflokkinn, og hefur stuðningurinn aukist um 5,3 prósentustig á einum mánuði. Flokkurinn fékk stuðning 14,8 prósenta í síðustu kosningum og níu þingmenn kjörna en fengi nítján þingmenn samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Samfylkinguna eykst lítillega milli kannana. Hann mælist nú 12,8 prósent og hefur aukist um 0,9 prósentustig á síðasta mánuði. Fylgið hefur hrunið af flokknum frá síðustu kosningum þegar 29,8 prósent studdu Samfylkinguna. Flokkurinn fengi níu þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn virðast vera að ná vopnum sínum eftir að fylgið fór niður í 7,4 prósent um miðjan janúar. Nú segjast 11,8 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Enn er langt í land ætli frambjóðendur flokksins að ná 21,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Vinstri græn fengju átta þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en fengu fjórtán í kosningunum 2009. Björt framtíð er eina nýja framboðið sem mælist með nægilega mikinn stuðning til að koma mönnum á þing, en nokkur fjöldi nýrra framboða fær mælanlegan stuðning. Þannig segjast 2,6 prósent styðja Lýðræðisvaktina, sem Þorvaldur Gylfason leiðir. Sama hlutfall styður Hægri græna, sem Guðmundur Franklín Jónsson er í forsvari fyrir. Þá segjast 2,0 prósent styðja Dögun en innan vébanda þess framboðs eru meðal annars Hreyfingin og Borgarahreyfingin. Píratar, sem þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir hefur verið í forsvari fyrir, mælast með 1,5 prósenta fylgi. Meðal annarra framboða sem komast á blað er Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar, sem raunar er ekki ljóst hvort bjóði fram eða ekki en mælist með 0,9 prósenta fylgi. Þá mælist stuðningur við bæði Lýðveldisflokkinn og Framfaraflokkinn 0,6 prósent og 0,2 prósent styðja Alþýðufylkinguna.Við vinnslu könnunarinnar var beitt sömu aðferðafræði og notuð var við úrvinnslu síðustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var 30. og 31. janúar. Lesendum til upplýsingar sýnir gamla aðferðafræðin 30,8 prósenta stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og 25,9 prósenta fylgi Framsóknar. Þá fengi Samfylkingin 12,3 prósent, Vinstri græn 11 prósent og Björt framtíð 8,7 prósent samkvæmt þeirri aðferðafræði.
Kosningar 2013 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira