Mjúkar línur frá hinu ítalska Missoni-húsi 28. febrúar 2013 18:00 Haust- og vetrarlína Missoni vakti athygli á tískuvikunni í mílanó. Línan inniheldur víðar og þægilegar flíkur sem minna svolítið á náttfatnað. nordicphotos/getty Hönnun Missoni vakti athygli á tískuvikunni í Mílanó. Enn hefur ekkert spurst til forstjóra fyrirtækisins sem hvarf ásamt eiginkonu sinni í byrjun ársins. Ítalska tískuhúsið Missoni var á meðal þeirra er sýndu haust- og vetrarlínur sínar á tískuvikunni í Mílanó um helgina. Línan þótti vel heppnuð, en flíkurnar minnti marga á náttfatnað og yfirhafnirnar á náttsloppa. Þessu var blandað saman við netaboli, -skó og -sokkabuxur og virkuðu andstæðurnar vel saman. Svörtum, gráum og hvítum litatónum var svo blandað saman við sterkari liti líkt og eiturgrænan, bláan og appelsínugulan. Tískuhúsið er fjölskyldufyrirtæki og í byrjun janúar hvarf flugvél með Vittorio Missoni, forstjóra fyrirtækisins, eiginkonu hans, Mauriziu Castiglioni, og tveimur öðrum innanborðs undan strönd Venesúela. Í vikunni bárust þær fregnir að flugvélarflak hefði fundist við strönd eyjarinnar Curacao. Enn er óljóst hvort hér er komið flak flugvélarinnar sem Missoni og kona hans voru farþegar í. Hin fallega haustlína Missoni-tískuhússins var því sköpuð á heldur ömurlegum tíma í lífi fjölskyldunnar. - sm Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hönnun Missoni vakti athygli á tískuvikunni í Mílanó. Enn hefur ekkert spurst til forstjóra fyrirtækisins sem hvarf ásamt eiginkonu sinni í byrjun ársins. Ítalska tískuhúsið Missoni var á meðal þeirra er sýndu haust- og vetrarlínur sínar á tískuvikunni í Mílanó um helgina. Línan þótti vel heppnuð, en flíkurnar minnti marga á náttfatnað og yfirhafnirnar á náttsloppa. Þessu var blandað saman við netaboli, -skó og -sokkabuxur og virkuðu andstæðurnar vel saman. Svörtum, gráum og hvítum litatónum var svo blandað saman við sterkari liti líkt og eiturgrænan, bláan og appelsínugulan. Tískuhúsið er fjölskyldufyrirtæki og í byrjun janúar hvarf flugvél með Vittorio Missoni, forstjóra fyrirtækisins, eiginkonu hans, Mauriziu Castiglioni, og tveimur öðrum innanborðs undan strönd Venesúela. Í vikunni bárust þær fregnir að flugvélarflak hefði fundist við strönd eyjarinnar Curacao. Enn er óljóst hvort hér er komið flak flugvélarinnar sem Missoni og kona hans voru farþegar í. Hin fallega haustlína Missoni-tískuhússins var því sköpuð á heldur ömurlegum tíma í lífi fjölskyldunnar. - sm
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira