Handbolti

Arnar og Svavar dæma Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Sigurjónsson ræðir hér við Svavar Pétursson.
Arnar Sigurjónsson ræðir hér við Svavar Pétursson.
Dómaraparið Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson eru á leiðinni til Frakklands um næstu helgi þar sem þeir munu dæma Íslendingaslag í Evrópukeppninni.

Franska liðið HBC Nantes og þýska liðið SC Magdeburg mætast þarna í toppslag í D-riðli í EHF-bikarnum en bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum og eru því í mjög góðum málum.

Gunnar Steinn Jónsson spilar með HBC Nantes og Björgvin Páll Gústavsson er í markinu hjá SC Magdeburg. Það verður því um sannkallaðan Íslendingaslag í Nantes á sunnudaginn.

Tvö efstu liðin í riðlinum fara í átta liða úrslit en fjögurra liða úrslitahelgin mun síðan fara fram á heimavelli Gunnars Steins og félaga í HBC Nantes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×