Íslenski boltinn

Kolbeinn nær ekki metinu hans Péturs

Óskar Ófeigur Jómnsson skrifar
Pétur Pétursson við hlið Ólafs Jóhannessonar.
Pétur Pétursson við hlið Ólafs Jóhannessonar.
Það er ekki langt síðan Alfreð Finnbogason sló markamet Péturs Péturssonar yfir flest mörk Íslendings á alþjóðlegum vettvangi á einu ári en annað markamet kappans er öruggt í bili að minnsta kosti eftir leik Íslands og Rússa á Spáni á miðvikudagskvöldið.

Kolbeinn Sigþórsson átti möguleika á því að jafna tæplega 23 ára met Péturs í Rússaleiknum en með því að skora hefði Kolbeinn skorað í sínum fimmta landsleik í röð.

Pétur skoraði í fimm landsleikjum í röð á árunum 1987 til 1990 en á þessum árum setti landsliðsþjálfari Íslands hann út í kuldann og því lék Pétur ekki landsleik í rúm tvö ár. Hann skoraði hins vegar tvö mörk þegar hann sneri aftur og enn fremur í þremur næstu leikjum á eftir.

Kolbeinn var á móti Rússum að spila sinn fyrsta landsleik síðan í ágúst eða þegar hann skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Færeyjum. Hann hafði enn fremur skorað í þremur fyrstu leikjum sínum fyrir Lars Lagerbäck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×