Met um hverja helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir Mynd/ÓskarÓ Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira