Efnahagur við hengiflug Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. janúar 2013 06:00 Þjóðarbúið er fjárhagslega í alvarlegri stöðu en nokkru sinni fyrr. Brýnasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili verður að koma í veg fyrir stóráföll og leggja grunn að bættum lífskjörum síðar. Margt hefur verið vel gert eftir bankahrunið en því fer fjarri að mestur vandinn sé að baki. Öðru nær, stjórnvöld þurfa á næstu árum að taka mjög erfiðar ákvarðanir ef ekki á illa að fara. Ef gjaldeyrishaftanna nyti ekki við er líklegt að gengið myndi falla um 40%. Seðlabankinn keypti nýlega evrur í gjaldeyrisútboði og greiddi 233 krónur fyrir hverja evru. Þá var opinbera gengið 167 kr. Fjörutíu prósenta gengisfelling lækkar kaupmátt um 20% innan árs og um 40% þegar öll áhrifin yrðu komin fram. Gjaldeyrishöftin halda uppi kaupmætti umfram það sem annars er raunhæft. Ef takast á að finna úrræði sem mun á næstu árum minnka þennan vanda án verulegrar kjaraskerðingar, þarf að verða aukin verðmætasköpun, stöðugleiki í efnahagsmálum, lág verðbólga og hallalaus rekstur hins opinbera. Gjaldeyrishöft til lengri tíma munu aldrei halda að fullu og leiða til stöðugrar verðbólgu, sem mun svo skerða lífskjörin. Hið opinbera stendur illa og ber ekki aukin útgjöld. Heildarskuldir eru ríflega 1500 milljarðar króna. Til viðbótar eru svo um 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs. Ríkissjóður er rekinn með halla. Vaxtakostnaður hans er um 90 milljarðar króna á ári. Fjármálaráðuneytið metur stöðuna alvarlega í skýrslu frá október 2011 og telur að greiða þurfi niður skuldir á næstu 3-6 árum um 600 milljarða króna, að öðrum kosti muni vaxtakostnaður aukast enn og skera þurfi ríkisútgjöld niður enn frekar. Víst er að gera þarf kerfisbreytingu í ríkisútgjöldum þar sem almennur niðurskurður gengur ekki lengur. Í þessari stöðu eru stjórnmálaflokkarnir í aðdraganda kosninga að bjóða aukin ríkisútgjöld sem ekki er til fyrir. Sumir bjóða meira í barnabætur og fæðingarorlof en aðrir að ríkissjóður greiði niður fasteignaskuldir einstaklinga fyrir allt að 270 milljarða króna. Verði þessi firring að veruleika förum við fram af hengifluginu og allir munu tapa. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er undir á þessum uppboðsmarkaði kosningaloforðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúið er fjárhagslega í alvarlegri stöðu en nokkru sinni fyrr. Brýnasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili verður að koma í veg fyrir stóráföll og leggja grunn að bættum lífskjörum síðar. Margt hefur verið vel gert eftir bankahrunið en því fer fjarri að mestur vandinn sé að baki. Öðru nær, stjórnvöld þurfa á næstu árum að taka mjög erfiðar ákvarðanir ef ekki á illa að fara. Ef gjaldeyrishaftanna nyti ekki við er líklegt að gengið myndi falla um 40%. Seðlabankinn keypti nýlega evrur í gjaldeyrisútboði og greiddi 233 krónur fyrir hverja evru. Þá var opinbera gengið 167 kr. Fjörutíu prósenta gengisfelling lækkar kaupmátt um 20% innan árs og um 40% þegar öll áhrifin yrðu komin fram. Gjaldeyrishöftin halda uppi kaupmætti umfram það sem annars er raunhæft. Ef takast á að finna úrræði sem mun á næstu árum minnka þennan vanda án verulegrar kjaraskerðingar, þarf að verða aukin verðmætasköpun, stöðugleiki í efnahagsmálum, lág verðbólga og hallalaus rekstur hins opinbera. Gjaldeyrishöft til lengri tíma munu aldrei halda að fullu og leiða til stöðugrar verðbólgu, sem mun svo skerða lífskjörin. Hið opinbera stendur illa og ber ekki aukin útgjöld. Heildarskuldir eru ríflega 1500 milljarðar króna. Til viðbótar eru svo um 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs. Ríkissjóður er rekinn með halla. Vaxtakostnaður hans er um 90 milljarðar króna á ári. Fjármálaráðuneytið metur stöðuna alvarlega í skýrslu frá október 2011 og telur að greiða þurfi niður skuldir á næstu 3-6 árum um 600 milljarða króna, að öðrum kosti muni vaxtakostnaður aukast enn og skera þurfi ríkisútgjöld niður enn frekar. Víst er að gera þarf kerfisbreytingu í ríkisútgjöldum þar sem almennur niðurskurður gengur ekki lengur. Í þessari stöðu eru stjórnmálaflokkarnir í aðdraganda kosninga að bjóða aukin ríkisútgjöld sem ekki er til fyrir. Sumir bjóða meira í barnabætur og fæðingarorlof en aðrir að ríkissjóður greiði niður fasteignaskuldir einstaklinga fyrir allt að 270 milljarða króna. Verði þessi firring að veruleika förum við fram af hengifluginu og allir munu tapa. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er undir á þessum uppboðsmarkaði kosningaloforðanna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun