Endurreisn á forsendum jöfnuðar Guðbjartur Hannesson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun