Lagerbäck: Eiður var jákvæður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson aðstoðarþjálfari fara yfir málin í gær. Fréttablaðið / Pjetur Íslenska landsliðið spilar æfingaleik gegn Rússum á Marbella á Spáni þann 6. febrúar næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM. Sá leikur fer fram í lok mars. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari valdi ekki þá þrjá leikmenn sem verða í banni í þeim í hópinn núna. Það eru Kári Árnason, Grétar Rafn Steinsson og Rúrik Gíslason. Frá því Lagerbäck tók við liðinu hefur hann aðeins einu sinni valið Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp. Hann valdi hann í annað sinn í gær en Eiður hefur verið að leika mjög vel í Belgíu í vetur. „Ég hitti Eið í Belgíu um síðustu helgi og ræddi við hann um landsliðið. Hann var jákvæður og er til í að koma aftur í hópinn. Við sjáum svo til hvað gerist. Eiður er frábær leikmaður og það var ánægjulegt að heyra hvað hann var jákvæður í okkar spjalli," sagði Svíinn á blaðamannafundi Knattspyrnusambandsins í gær. Rússneska landsliðið er eitt sterkasta landslið heims og situr í níunda sæti á heimslista FIFA. Það er undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, greindi frá því að vinur á Ítalíu hefði komið að máli að þessi leikur gæti farið fram. Hvaða vinur það var kom þó ekki fram. „Það er frábært að spila gegn Rússum. Við viljum spila gegn bestu liðunum." Það er ekki bara Eiður Smári sem snýr aftur í hópinn. Kolbeinn Sigþórsson er einnig kominn til baka eftir erfið meiðsli. „Það er frábært að fá Kolbein aftur inn í hópinn. Við þurfum hann. Kolbeinn er að æfa af fullum krafti með Ajax og er orðinn 100 prósenta góður. Það er því ánægjuefni að hann standi okkur aftur til boða." Lagerbäck segist gjarnan vilja vera kominn með fleiri stig í undankeppni HM en hann fer ekkert í grafgötur með að stefnan sé sett á annað sæti riðilsins. Það sæti gefur rétt til þess að keppa í umspili. Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjá meira
Íslenska landsliðið spilar æfingaleik gegn Rússum á Marbella á Spáni þann 6. febrúar næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM. Sá leikur fer fram í lok mars. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari valdi ekki þá þrjá leikmenn sem verða í banni í þeim í hópinn núna. Það eru Kári Árnason, Grétar Rafn Steinsson og Rúrik Gíslason. Frá því Lagerbäck tók við liðinu hefur hann aðeins einu sinni valið Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp. Hann valdi hann í annað sinn í gær en Eiður hefur verið að leika mjög vel í Belgíu í vetur. „Ég hitti Eið í Belgíu um síðustu helgi og ræddi við hann um landsliðið. Hann var jákvæður og er til í að koma aftur í hópinn. Við sjáum svo til hvað gerist. Eiður er frábær leikmaður og það var ánægjulegt að heyra hvað hann var jákvæður í okkar spjalli," sagði Svíinn á blaðamannafundi Knattspyrnusambandsins í gær. Rússneska landsliðið er eitt sterkasta landslið heims og situr í níunda sæti á heimslista FIFA. Það er undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, greindi frá því að vinur á Ítalíu hefði komið að máli að þessi leikur gæti farið fram. Hvaða vinur það var kom þó ekki fram. „Það er frábært að spila gegn Rússum. Við viljum spila gegn bestu liðunum." Það er ekki bara Eiður Smári sem snýr aftur í hópinn. Kolbeinn Sigþórsson er einnig kominn til baka eftir erfið meiðsli. „Það er frábært að fá Kolbein aftur inn í hópinn. Við þurfum hann. Kolbeinn er að æfa af fullum krafti með Ajax og er orðinn 100 prósenta góður. Það er því ánægjuefni að hann standi okkur aftur til boða." Lagerbäck segist gjarnan vilja vera kominn með fleiri stig í undankeppni HM en hann fer ekkert í grafgötur með að stefnan sé sett á annað sæti riðilsins. Það sæti gefur rétt til þess að keppa í umspili.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjá meira