Við Pálína tókum til í hausnum á mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Magnús Þór Gunnarsson. Magnús Þór Gunnarsson stórskytta út Keflavík, stundum kallaður Maggi Gun, stóð ekki undir nafni fyrstu tvo mánuði tímabilsins enda ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. „Tímabilið byrjaði ömurlega hjá mér. Ég handarbrotnaði rétt fyrir mót og það var eiginlega allt í volli hjá mér. Það var ekki rosalega mikill áhugi hjá mér og ég var bara leiður," segir Magnús Þór en nú er aðra sögu að segja af kappanum og Keflavíkurliðinu sem er líklegt til afreka það sem eftir lifir tímabilsins. Keflvíkingar töpuðu fyrstu fimm leikjum tímabilsins og Magnús klikkaði á 32 af 42 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum. Lágpunktur var þó örugglega í tveggja stiga tapi á heimavelli á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum sjö skotum sínum og skoraði hvorki stig né gaf stoðsendingu á 31 mínútu.Nú skal ég byrja tímabilið mitt „Síðan lentum við á móti KR í 32-liða úrslitum bikarsins. Þá sagði ég við Sigga Ingimundar þjálfara: Nú skal ég byrja tímabilið mitt," segir Magnús sem skoraði 27 stig og sjö þrista í leiknum. Magnús hefur hækkað meðalskor sitt úr 8,6 stigum í leik í október og nóvember upp í 20,4 stig í leik í desember og janúar. „Það höfðu allir áhyggjur af mér en ég vissi alveg sjálfur að ég ætti að koma til baka. Þetta ræðst allt saman í febrúar og síðan í apríl eða maí. Það var því alveg nóg eftir af tímabilinu. Ef maður hefði gefist upp þá væri maður ekkert í þessu lengur. Maður er aðeins sterkari en þetta," segir Magnús en hann fékk líka góða hjálp á „heimavelli".Pálína á fimmtíu prósent í þessu „Ég á svo rosalega skemmtilega kærustu og hún hjálpaði mér heilmikið. Við fórum bara í gegnum þetta og ég er kominn í fínt form núna og á bara eftir að verða betri og betri þegar líður að úrslitakeppni. Eigum við ekki að segja að Pálína eigi fimmtíu prósent í þessu. Við Pálína tókum til hausnum á mér og þá fór maður að hitta," sagði Magnús um þátt kærustu sinnar, Pálína Gunnlaugsdóttur, í endurkomu sinni.Komnir með Keflavíkurkana Keflvíkingar hafa tvisvar sinnum þurft að skipta um Bandaríkjamann í vetur en Magnús er ánægður með þann nýjasta, Billy Baptist. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína frá því að hann mætti fyrst í Toyota-höllina. „Við erum núna komnir með liðið sem við ætluðum að vera með. Við skiptum um tvo Kana og það hefur alltaf áhrif líka. Nú erum við komnir með mann sem er svona Keflavíkurkani. Hann er með rétta viðhorfið, stæla og hefur mikið sjálfsálit," segir Magnús sem gerir sér líka grein fyrir mikilvægi sínu. „Ef ég spila eins og maður þá spilar liðið betur því það smitar út frá sér. Nú eru bara allir glaðir og hoppandi hamingja," segir Magnús og bætir við: „Við erum með hörkulið og stefnum á að vinna þennan titil. Eins og liðið hjá okkur er í dag þá eigum við hörkugóða möguleika," sagði Magnús.Fyrstur til að vinna þrisvar sinnum Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleiksins um síðustu helgi og var það í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. Magnús vann hana einnig árin 2005 og 2010 og er fyrstur í 25 ára sögu Stjörnuleiks KKÍ til að vera þrisvar sinnum þriggja stiga kóngur. Þekktar stórskyttur eins og Valur Ingimundarson (1989, 1990), Brenton Birmingham (2001, 2002), Teitur Örlygsson (1996, 2000), Jeb Ivey (2004, 2006) og Guðjón Skúlason höfðu allir unnið þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins tvisvar sinnum. „Ég var alveg búinn að ákveða það að vinna þessa þriggja stiga keppni og þannig fór það bara," svaraði Magnús spurður um sigurinn í þriggja stiga keppninni um síðustu helgi. Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson stórskytta út Keflavík, stundum kallaður Maggi Gun, stóð ekki undir nafni fyrstu tvo mánuði tímabilsins enda ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. „Tímabilið byrjaði ömurlega hjá mér. Ég handarbrotnaði rétt fyrir mót og það var eiginlega allt í volli hjá mér. Það var ekki rosalega mikill áhugi hjá mér og ég var bara leiður," segir Magnús Þór en nú er aðra sögu að segja af kappanum og Keflavíkurliðinu sem er líklegt til afreka það sem eftir lifir tímabilsins. Keflvíkingar töpuðu fyrstu fimm leikjum tímabilsins og Magnús klikkaði á 32 af 42 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum. Lágpunktur var þó örugglega í tveggja stiga tapi á heimavelli á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum sjö skotum sínum og skoraði hvorki stig né gaf stoðsendingu á 31 mínútu.Nú skal ég byrja tímabilið mitt „Síðan lentum við á móti KR í 32-liða úrslitum bikarsins. Þá sagði ég við Sigga Ingimundar þjálfara: Nú skal ég byrja tímabilið mitt," segir Magnús sem skoraði 27 stig og sjö þrista í leiknum. Magnús hefur hækkað meðalskor sitt úr 8,6 stigum í leik í október og nóvember upp í 20,4 stig í leik í desember og janúar. „Það höfðu allir áhyggjur af mér en ég vissi alveg sjálfur að ég ætti að koma til baka. Þetta ræðst allt saman í febrúar og síðan í apríl eða maí. Það var því alveg nóg eftir af tímabilinu. Ef maður hefði gefist upp þá væri maður ekkert í þessu lengur. Maður er aðeins sterkari en þetta," segir Magnús en hann fékk líka góða hjálp á „heimavelli".Pálína á fimmtíu prósent í þessu „Ég á svo rosalega skemmtilega kærustu og hún hjálpaði mér heilmikið. Við fórum bara í gegnum þetta og ég er kominn í fínt form núna og á bara eftir að verða betri og betri þegar líður að úrslitakeppni. Eigum við ekki að segja að Pálína eigi fimmtíu prósent í þessu. Við Pálína tókum til hausnum á mér og þá fór maður að hitta," sagði Magnús um þátt kærustu sinnar, Pálína Gunnlaugsdóttur, í endurkomu sinni.Komnir með Keflavíkurkana Keflvíkingar hafa tvisvar sinnum þurft að skipta um Bandaríkjamann í vetur en Magnús er ánægður með þann nýjasta, Billy Baptist. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína frá því að hann mætti fyrst í Toyota-höllina. „Við erum núna komnir með liðið sem við ætluðum að vera með. Við skiptum um tvo Kana og það hefur alltaf áhrif líka. Nú erum við komnir með mann sem er svona Keflavíkurkani. Hann er með rétta viðhorfið, stæla og hefur mikið sjálfsálit," segir Magnús sem gerir sér líka grein fyrir mikilvægi sínu. „Ef ég spila eins og maður þá spilar liðið betur því það smitar út frá sér. Nú eru bara allir glaðir og hoppandi hamingja," segir Magnús og bætir við: „Við erum með hörkulið og stefnum á að vinna þennan titil. Eins og liðið hjá okkur er í dag þá eigum við hörkugóða möguleika," sagði Magnús.Fyrstur til að vinna þrisvar sinnum Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleiksins um síðustu helgi og var það í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. Magnús vann hana einnig árin 2005 og 2010 og er fyrstur í 25 ára sögu Stjörnuleiks KKÍ til að vera þrisvar sinnum þriggja stiga kóngur. Þekktar stórskyttur eins og Valur Ingimundarson (1989, 1990), Brenton Birmingham (2001, 2002), Teitur Örlygsson (1996, 2000), Jeb Ivey (2004, 2006) og Guðjón Skúlason höfðu allir unnið þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins tvisvar sinnum. „Ég var alveg búinn að ákveða það að vinna þessa þriggja stiga keppni og þannig fór það bara," svaraði Magnús spurður um sigurinn í þriggja stiga keppninni um síðustu helgi.
Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira