Upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustunni Ingimar Einarsson og félags- og stjórnmálafræðingur skrifa 19. janúar 2013 06:00 Á Íslandi hefur verið unnið að uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar síðustu fjóra áratugina. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hefur sjúkraskrárkerfið SAGA verið ráðandi á markaðnum og uppfyllir nú orðið helstu kröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa. Ýmsir stjórnendur telja samt að sjúkraskrárkerfinu SÖGU og ýmsum öðrum klínískum kerfum eigi að skipta út fyrir kerfi sem hafa sannað sig í öðrum löndum. Vissulega þurfi að kosta miklu til en fullyrt er að fjárfesting í nýjum kerfum muni borga sig á stuttum tíma. Tölur um kostnað við kaup og endurnýjun á upplýsingatæknibúnaði fyrir Landspítala eru mjög á reiki og hafa verið nefndar upphæðir á bilinu frá 1-2, 6-8 og 10-12 milljarðar króna. Allt færi þetta að sjálfsögðu eftir því hversu stór hluti tæknilausna og tækjabúnaðar myndi víkja fyrir nýjum kerfum. Eitt skal þó haft í huga að ef tölvubúnaður og netþjónar eru ekki nægjanlega öflugir þá skiptir reyndar engu máli hvaða kerfi eru notuð.Alþjóðleg þróun Víða um heim hefur lengi verið kallað eftir betri rafrænum sjúkraskrárkerfum og öðrum upplýsingakerfum fyrir heilbrigðisþjónustuna. Enn sem komið er hafa samt ekki komið fram rafræn sjúkraskrárkerfi sem eru ráðandi á heimsmarkaði og skera sig úr í tæknilegum efnum og atriðum sem varða viðmót, öryggi og gæði. Risarnir á upplýsingatæknisviðinu, eins og IBM, hafa annað hvort dregið sig út af markaðnum eða telja enn sem komið er ekki vænlegt að leita inn á þann vettvang. Þróun og uppbygging rafrænnar sjúkraskrár hefur því fyrst og fremst verið viðfangsefni minni fyrirtækja. Ekki þarf því að koma á óvart að fjöldi sjúkraskrárkerfa skipti tugum í flestum löndum í okkar heimsálfu.Heilbrigðisnet Frá því um síðustu aldamót hafa Norðurlöndin komið sér upp rafrænum heilbrigðisnetum sem farvegi rafrænna sendinga og upplýsinga innan heilbrigðiskerfis hvers lands. Í Danmörku nefnist netið Det danske sundhedsdatanet MedCom, Norsk Helsenett í Noregi og Sjunät í Svíþjóð. Öll þessi samskiptanet tengja saman umdæmi, sjúkrahús, heilsugæslu, sjálfstætt starfandi lækna, apótek, rannsóknarstofur, sjúkratryggingar og fleiri aðila innan heilbrigðiskerfisins. Á Íslandi gegnir heilbrigðisnetið HEKLA sambærilegu hlutverki. Í gegnum HEKLU fara nú þegar rafrænir lyfseðlar, upplýsingar um bólusetningar, sóttvarnagögn, læknabréf, hjúkrunarbréf, fæðingartilkynningar, rafrænir reikningar o.fl.Persónuleg rafræn sjúkraskrá Efst á dagskrá í löndunum í kringum okkur er uppbygging og frekari þróun stafrænnar persónulegrar sjúkrakrár fyrir íbúana. Þess konar eigin sjúkraskrá fyrir hvern og einn inniheldur valdar upplýsingar um heilsufar og samskipti einstaklinga við heilbrigðisþjónustu. Danir eru leiðandi á þessu sviði og hafa fengið alþjóðleg verðlaun fyrir heimsins bestu heilsugátt (www.sundhed.dk.). Svíar hafa komið á fót miðstöð undir heitinu Center för Hälsa sem á að samræma rafræna heilbrigðisþjónustu, tæknimál, regluverk og stöðlun (www.cehis.se). Í lok nóvember 2012 lagði norska ríkisstjórnin fram tillögu á Stórþinginu um að sérhver borgari fengi sína eigin stafrænu sjúkraskrá. Á Íslandi hafa einstaklingar þegar aðgang að ýmsum upplýsingum gegnum Island.is og unnið er að því að opna fyrir aðgang almennings að persónulegu yfirliti um lyfjanotkun, komur í heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúslegur.Kastað út með baðvatninu ? Öfugt við það sem gerðist í nágrannalöndunum hefur sem fyrr segir aðeins eitt sjúkraskrárkerfi náð útbreiðslu hér á landi. Við þannig aðstæður ætti að vera auðveldara að hafa stjórn á þróun rafrænnar heilbrigðisþjónustu. En síðustu árin hefur þó vantað talsvert upp á að allt þróunarstarf kringum sjúkraskrárkerfið SÖGU væri nægjanlega markvisst. Með tilkomu sérstakrar einingar um rafræna sjúkraskrá innan Embættis landlæknis er þess vænst að úr rætist í þeim efnum. Rafræn sjúkraskrá á spítölum nær einnig með réttu yfir öll kerfi sem snúa að klínískri starfsemi sjúkrahúsanna. Víst er að mörgum af þessum sérkerfum sjúkrahúsanna verður ekki auðveldlega skipt út þar sem þau uppfylla þegar viðurkenndar gæðakröfur og hafa fest sig í sessi. Má þar nefna gagnreynd lyfjakerfi, rannsóknarstofukerfi, skurðstofukerfi, legukerfi og myndgreiningarkerfi. Með þessum tæknilausnum hafa þegar náðst fagleg markmið og fjárhagslegur ávinningur sem ekki verður auðveldlega endurtekinn eða bættur með nýjum lausnum. Mikilvægt er því að ákvarðanir um breytt fyrirkomulag upplýsingatæknimála heilbrigðisþjónustunnar verði ekki teknar nema að vel athuguðu máli og á grundvelli faglegrar og fjárhagslegar úttektar á öllum valkostum. Annars er hætta á því að barninu verði kastað út með baðvatninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið unnið að uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar síðustu fjóra áratugina. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hefur sjúkraskrárkerfið SAGA verið ráðandi á markaðnum og uppfyllir nú orðið helstu kröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa. Ýmsir stjórnendur telja samt að sjúkraskrárkerfinu SÖGU og ýmsum öðrum klínískum kerfum eigi að skipta út fyrir kerfi sem hafa sannað sig í öðrum löndum. Vissulega þurfi að kosta miklu til en fullyrt er að fjárfesting í nýjum kerfum muni borga sig á stuttum tíma. Tölur um kostnað við kaup og endurnýjun á upplýsingatæknibúnaði fyrir Landspítala eru mjög á reiki og hafa verið nefndar upphæðir á bilinu frá 1-2, 6-8 og 10-12 milljarðar króna. Allt færi þetta að sjálfsögðu eftir því hversu stór hluti tæknilausna og tækjabúnaðar myndi víkja fyrir nýjum kerfum. Eitt skal þó haft í huga að ef tölvubúnaður og netþjónar eru ekki nægjanlega öflugir þá skiptir reyndar engu máli hvaða kerfi eru notuð.Alþjóðleg þróun Víða um heim hefur lengi verið kallað eftir betri rafrænum sjúkraskrárkerfum og öðrum upplýsingakerfum fyrir heilbrigðisþjónustuna. Enn sem komið er hafa samt ekki komið fram rafræn sjúkraskrárkerfi sem eru ráðandi á heimsmarkaði og skera sig úr í tæknilegum efnum og atriðum sem varða viðmót, öryggi og gæði. Risarnir á upplýsingatæknisviðinu, eins og IBM, hafa annað hvort dregið sig út af markaðnum eða telja enn sem komið er ekki vænlegt að leita inn á þann vettvang. Þróun og uppbygging rafrænnar sjúkraskrár hefur því fyrst og fremst verið viðfangsefni minni fyrirtækja. Ekki þarf því að koma á óvart að fjöldi sjúkraskrárkerfa skipti tugum í flestum löndum í okkar heimsálfu.Heilbrigðisnet Frá því um síðustu aldamót hafa Norðurlöndin komið sér upp rafrænum heilbrigðisnetum sem farvegi rafrænna sendinga og upplýsinga innan heilbrigðiskerfis hvers lands. Í Danmörku nefnist netið Det danske sundhedsdatanet MedCom, Norsk Helsenett í Noregi og Sjunät í Svíþjóð. Öll þessi samskiptanet tengja saman umdæmi, sjúkrahús, heilsugæslu, sjálfstætt starfandi lækna, apótek, rannsóknarstofur, sjúkratryggingar og fleiri aðila innan heilbrigðiskerfisins. Á Íslandi gegnir heilbrigðisnetið HEKLA sambærilegu hlutverki. Í gegnum HEKLU fara nú þegar rafrænir lyfseðlar, upplýsingar um bólusetningar, sóttvarnagögn, læknabréf, hjúkrunarbréf, fæðingartilkynningar, rafrænir reikningar o.fl.Persónuleg rafræn sjúkraskrá Efst á dagskrá í löndunum í kringum okkur er uppbygging og frekari þróun stafrænnar persónulegrar sjúkrakrár fyrir íbúana. Þess konar eigin sjúkraskrá fyrir hvern og einn inniheldur valdar upplýsingar um heilsufar og samskipti einstaklinga við heilbrigðisþjónustu. Danir eru leiðandi á þessu sviði og hafa fengið alþjóðleg verðlaun fyrir heimsins bestu heilsugátt (www.sundhed.dk.). Svíar hafa komið á fót miðstöð undir heitinu Center för Hälsa sem á að samræma rafræna heilbrigðisþjónustu, tæknimál, regluverk og stöðlun (www.cehis.se). Í lok nóvember 2012 lagði norska ríkisstjórnin fram tillögu á Stórþinginu um að sérhver borgari fengi sína eigin stafrænu sjúkraskrá. Á Íslandi hafa einstaklingar þegar aðgang að ýmsum upplýsingum gegnum Island.is og unnið er að því að opna fyrir aðgang almennings að persónulegu yfirliti um lyfjanotkun, komur í heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúslegur.Kastað út með baðvatninu ? Öfugt við það sem gerðist í nágrannalöndunum hefur sem fyrr segir aðeins eitt sjúkraskrárkerfi náð útbreiðslu hér á landi. Við þannig aðstæður ætti að vera auðveldara að hafa stjórn á þróun rafrænnar heilbrigðisþjónustu. En síðustu árin hefur þó vantað talsvert upp á að allt þróunarstarf kringum sjúkraskrárkerfið SÖGU væri nægjanlega markvisst. Með tilkomu sérstakrar einingar um rafræna sjúkraskrá innan Embættis landlæknis er þess vænst að úr rætist í þeim efnum. Rafræn sjúkraskrá á spítölum nær einnig með réttu yfir öll kerfi sem snúa að klínískri starfsemi sjúkrahúsanna. Víst er að mörgum af þessum sérkerfum sjúkrahúsanna verður ekki auðveldlega skipt út þar sem þau uppfylla þegar viðurkenndar gæðakröfur og hafa fest sig í sessi. Má þar nefna gagnreynd lyfjakerfi, rannsóknarstofukerfi, skurðstofukerfi, legukerfi og myndgreiningarkerfi. Með þessum tæknilausnum hafa þegar náðst fagleg markmið og fjárhagslegur ávinningur sem ekki verður auðveldlega endurtekinn eða bættur með nýjum lausnum. Mikilvægt er því að ákvarðanir um breytt fyrirkomulag upplýsingatæknimála heilbrigðisþjónustunnar verði ekki teknar nema að vel athuguðu máli og á grundvelli faglegrar og fjárhagslegar úttektar á öllum valkostum. Annars er hætta á því að barninu verði kastað út með baðvatninu.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun