H&M horfir til Íslands Álfrún Pálsdóttir skrifar 15. janúar 2013 17:30 Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri LHÍ. Fréttablaðið/Vilhelm „Að vita af tækifærum á borð við þessi eftir útskrift gefur náminu vissulega aukið vægi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, um að verslanakeðjan Hennes & Mauritz sé farin að leita til Íslands eftir starfskröftum. Undanfarið hafa tveir nýútskrifaðir hönnuðir frá Listaháskóla Íslands, þær Gígja Ísis Guðjónsdóttir og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, verið ráðnir í hönnunarteymi sænsku verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz. Báðar eru þær ráðnar inn í nærfatadeild fyrirtækisins. „Þetta byrjaði allt með því að hún hitti okkur á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og í kjölfarið var Gígja ráðin,“ segir Linda Björg, en undanfarin hefur skólinn tekið þátt í viðburði sem kallast Designers‘ Nest þar sem frambærilegustu fatahönnunarnemar frá útvöldum skólum á Norðurlöndunum fá að láta ljós sitt skína fyrir áhrifafólk innan bransans. „Í kjölfarið setti ég mig í samband við starfsmannastjórann og bauð henni á útskriftarsýninguna okkar síðastliðið vor en hún komst ekki. Þá sendi ég henni möppur frá nokkrum útskriftarnemum okkar í fyrra, sem öll fengu viðtal og Steinunn var ráðin nú fyrir stuttu. Gígja hefur nú starfað hjá H&M í um það bil ár og er mikil ánægja með störf hennar þar.“ Starfsmannastjóri Hennes & Mauritz hefur nú boðað komu sína á útskriftarsýningu skólans í vor. Linda Björg segir það vera mjög gott fyrir skólann og námið, enda séu stöður hjá verslanakeðjunni vinsælu eftirsóttar hjá fatahönnuðum um allan heim. „Planið er að fá fleiri sem sjá um ráðningar hjá tískuhúsum og verslanakeðjum úti í heimi á sýningar hjá okkur. Ég er að vonast eftir að fulltrúi frá sænska tískuhúsinu Acne komi einnig til okkar í vor. Þetta getur opnað heim fyrir nemendur okkar og gefur þeim aukið tækifæri að starfa innan fagsins, líka utan landsteinanna.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Að vita af tækifærum á borð við þessi eftir útskrift gefur náminu vissulega aukið vægi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, um að verslanakeðjan Hennes & Mauritz sé farin að leita til Íslands eftir starfskröftum. Undanfarið hafa tveir nýútskrifaðir hönnuðir frá Listaháskóla Íslands, þær Gígja Ísis Guðjónsdóttir og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, verið ráðnir í hönnunarteymi sænsku verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz. Báðar eru þær ráðnar inn í nærfatadeild fyrirtækisins. „Þetta byrjaði allt með því að hún hitti okkur á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og í kjölfarið var Gígja ráðin,“ segir Linda Björg, en undanfarin hefur skólinn tekið þátt í viðburði sem kallast Designers‘ Nest þar sem frambærilegustu fatahönnunarnemar frá útvöldum skólum á Norðurlöndunum fá að láta ljós sitt skína fyrir áhrifafólk innan bransans. „Í kjölfarið setti ég mig í samband við starfsmannastjórann og bauð henni á útskriftarsýninguna okkar síðastliðið vor en hún komst ekki. Þá sendi ég henni möppur frá nokkrum útskriftarnemum okkar í fyrra, sem öll fengu viðtal og Steinunn var ráðin nú fyrir stuttu. Gígja hefur nú starfað hjá H&M í um það bil ár og er mikil ánægja með störf hennar þar.“ Starfsmannastjóri Hennes & Mauritz hefur nú boðað komu sína á útskriftarsýningu skólans í vor. Linda Björg segir það vera mjög gott fyrir skólann og námið, enda séu stöður hjá verslanakeðjunni vinsælu eftirsóttar hjá fatahönnuðum um allan heim. „Planið er að fá fleiri sem sjá um ráðningar hjá tískuhúsum og verslanakeðjum úti í heimi á sýningar hjá okkur. Ég er að vonast eftir að fulltrúi frá sænska tískuhúsinu Acne komi einnig til okkar í vor. Þetta getur opnað heim fyrir nemendur okkar og gefur þeim aukið tækifæri að starfa innan fagsins, líka utan landsteinanna.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira