Rökþrota prestur Reimar Pétursson skrifar 3. janúar 2013 08:00 Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun