Barnalög þurfa vandaða framkvæmd Ögmundur Jónasson skrifar 3. janúar 2013 08:00 Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í reynd má segja að lögin móti umgjörð um mannréttindi barna. Opinber umræða um þennan lagabálk, sem þegar á heildina er litið markar jákvæð tímamót, hefur því miður litast nokkuð af deilum og fyrir vikið gefið villandi mynd af lögum sem víðtæk samstaða ríkir um. Þessar deilur snúast um mjög afmarkaða þætti og nú síðustu daga um dagsetningu gildistöku laganna og opinber fjárframlög við framkvæmd þeirra. Við samþykkt laganna síðastliðið sumar gerði Alþingi nokkrar breytingar á lögunum sem snerta veigamikla þætti. Alþingi ákvað t.a.m. að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Óþarfi er að fara í rökstuðning með eða á móti þessu fyrirkomulagi því ágreiningurinn heyrir nú liðinni tíð og verkefni dagsins er að tryggja að réttindi barna séu aldrei fyrir borð borin þótt deilur foreldra þeirra rati inn í dómsal.Lögheimilisdeilur í dómsal Alþingi gerði einnig breytingar sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd laganna og breyta henni frá því sem áætlað var. Þannig var dómurum líka veitt heimild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili. Þetta leiðir til þess að lögbundin sáttameðferð fyrir foreldra sem deila, sem er meðal nýmæla í lögunum, þarf einnig að ná til lögheimilismála. Það hefur aftur þær afleiðingar að fleiri mál en ella koma til kasta þeirra ráðgefandi aðila sem koma til með að annast sáttameðferð í forsjárdeilum. Þessi breyting leiðir því af sér útgjaldaauka frá því sem áætlað var í kostnaðarumsögn við upphaflega frumvarpið, en upphaflega var gert ráð fyrir að aukinn kostnaður væri að lágmarki upp á 35-40 milljónir króna. Auk þessa kom sífellt betur í ljós við undirbúning gildistöku barnalaganna að til að lögin gætu orðið annað og meira en orðin tóm þyrfti meira fjárframlag en upphaflega var áætlað. Vegna þessa alls hljóðaði nýtt kostnaðarmat upp á 60 milljónir króna. Á þetta féllst Alþingi við afgreiðslu fjárlaga, svo sem lesa má um í breytingartillögum fjárlaganefndar, og var þá samþykkt að veita 30 milljónum króna til málaflokksins, að því gefnu að gildistöku laganna yrði frestað um hálft ár eða fram til 1. júlí 2013. Frestunin var einnig mikilvæg til að tryggja nægilegan tíma til undirbúnings gildistökunnar, þ.m.t. að útfæra að fullu hina skyldubundnu sáttameðferð en óvissa um fjárframlög hafði tafið mikilvæga þætti í þeim undirbúningi.Björt framtíð á þingi Stjórnarandstaðan á Alþingi, undir forystu þeirra þingmanna sem kenna sig við Bjarta framtíð, ákvað hins vegar að láta þetta sem vind um eyru þjóta og staðhæfði að 30 milljónir króna nægðu vel til að standa að framkvæmd breyttra laga. Þar fór í stafni sami maður og hafði haft forgöngu um þær breytingar sem voru meðal ástæðna fyrir kostnaðaraukanum, þ.e. Guðmundur Steingrímsson. Taldi hann niðurstöðu fjárlaganefndar, sem hann hafði sjálfur greitt atkvæði með, og röksemdir sérfræðinga einu gilda; hann væri sannfærður um að gerbreytt verklag gæti hafist þann 1. janúar 2013. Á þetta féllust allir þingmenn stjórnarandstöðunnar og fór svo að frestunartillagan var felld. Þetta er furðuleg og ábyrgðarlaus framganga þingmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst þeirra sem annars kenna sig við bætt vinnubrögð og bjartari tíma.Hagsmunir barna í húfi Ríkisstjórn hefur nú náð að afstýra því slysi að lögin tækju gildi án þess að nægilegt fjárframlag væri tryggt en hún samþykkti á fundi sínum sl. föstudag viðbótarfjárveitingu til málaflokksins þannig að fullar 60 milljónir króna eru tryggðar. Innanríkisráðuneytið setur allt púður í að lágmarka skaðann og vandræði sem af því hljótast að Alþingi hafnaði ósk þeirra sem framkvæma lögin um frestun gildistöku. Strax milli jóla og nýárs fundaði ég með formanni Sýslumannafélags Íslands en sýslumannsembætti landsins munu bera hitann og þungann af breyttri framkvæmd. Þau vinna nú, í samvinnu við ráðuneytið, hörðum höndum að því að undirbúa breytta verkferla. Hagsmunir og réttindi barna eru hér í húfi og enginn hefur leyfi til að taka áhættu með þau. Það á líka við um stjórnmálamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í reynd má segja að lögin móti umgjörð um mannréttindi barna. Opinber umræða um þennan lagabálk, sem þegar á heildina er litið markar jákvæð tímamót, hefur því miður litast nokkuð af deilum og fyrir vikið gefið villandi mynd af lögum sem víðtæk samstaða ríkir um. Þessar deilur snúast um mjög afmarkaða þætti og nú síðustu daga um dagsetningu gildistöku laganna og opinber fjárframlög við framkvæmd þeirra. Við samþykkt laganna síðastliðið sumar gerði Alþingi nokkrar breytingar á lögunum sem snerta veigamikla þætti. Alþingi ákvað t.a.m. að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Óþarfi er að fara í rökstuðning með eða á móti þessu fyrirkomulagi því ágreiningurinn heyrir nú liðinni tíð og verkefni dagsins er að tryggja að réttindi barna séu aldrei fyrir borð borin þótt deilur foreldra þeirra rati inn í dómsal.Lögheimilisdeilur í dómsal Alþingi gerði einnig breytingar sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd laganna og breyta henni frá því sem áætlað var. Þannig var dómurum líka veitt heimild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili. Þetta leiðir til þess að lögbundin sáttameðferð fyrir foreldra sem deila, sem er meðal nýmæla í lögunum, þarf einnig að ná til lögheimilismála. Það hefur aftur þær afleiðingar að fleiri mál en ella koma til kasta þeirra ráðgefandi aðila sem koma til með að annast sáttameðferð í forsjárdeilum. Þessi breyting leiðir því af sér útgjaldaauka frá því sem áætlað var í kostnaðarumsögn við upphaflega frumvarpið, en upphaflega var gert ráð fyrir að aukinn kostnaður væri að lágmarki upp á 35-40 milljónir króna. Auk þessa kom sífellt betur í ljós við undirbúning gildistöku barnalaganna að til að lögin gætu orðið annað og meira en orðin tóm þyrfti meira fjárframlag en upphaflega var áætlað. Vegna þessa alls hljóðaði nýtt kostnaðarmat upp á 60 milljónir króna. Á þetta féllst Alþingi við afgreiðslu fjárlaga, svo sem lesa má um í breytingartillögum fjárlaganefndar, og var þá samþykkt að veita 30 milljónum króna til málaflokksins, að því gefnu að gildistöku laganna yrði frestað um hálft ár eða fram til 1. júlí 2013. Frestunin var einnig mikilvæg til að tryggja nægilegan tíma til undirbúnings gildistökunnar, þ.m.t. að útfæra að fullu hina skyldubundnu sáttameðferð en óvissa um fjárframlög hafði tafið mikilvæga þætti í þeim undirbúningi.Björt framtíð á þingi Stjórnarandstaðan á Alþingi, undir forystu þeirra þingmanna sem kenna sig við Bjarta framtíð, ákvað hins vegar að láta þetta sem vind um eyru þjóta og staðhæfði að 30 milljónir króna nægðu vel til að standa að framkvæmd breyttra laga. Þar fór í stafni sami maður og hafði haft forgöngu um þær breytingar sem voru meðal ástæðna fyrir kostnaðaraukanum, þ.e. Guðmundur Steingrímsson. Taldi hann niðurstöðu fjárlaganefndar, sem hann hafði sjálfur greitt atkvæði með, og röksemdir sérfræðinga einu gilda; hann væri sannfærður um að gerbreytt verklag gæti hafist þann 1. janúar 2013. Á þetta féllust allir þingmenn stjórnarandstöðunnar og fór svo að frestunartillagan var felld. Þetta er furðuleg og ábyrgðarlaus framganga þingmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst þeirra sem annars kenna sig við bætt vinnubrögð og bjartari tíma.Hagsmunir barna í húfi Ríkisstjórn hefur nú náð að afstýra því slysi að lögin tækju gildi án þess að nægilegt fjárframlag væri tryggt en hún samþykkti á fundi sínum sl. föstudag viðbótarfjárveitingu til málaflokksins þannig að fullar 60 milljónir króna eru tryggðar. Innanríkisráðuneytið setur allt púður í að lágmarka skaðann og vandræði sem af því hljótast að Alþingi hafnaði ósk þeirra sem framkvæma lögin um frestun gildistöku. Strax milli jóla og nýárs fundaði ég með formanni Sýslumannafélags Íslands en sýslumannsembætti landsins munu bera hitann og þungann af breyttri framkvæmd. Þau vinna nú, í samvinnu við ráðuneytið, hörðum höndum að því að undirbúa breytta verkferla. Hagsmunir og réttindi barna eru hér í húfi og enginn hefur leyfi til að taka áhættu með þau. Það á líka við um stjórnmálamenn.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun