Sport

Sitjandi þingmaður setti héraðsmet í spretthlaupi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Einarsson.
Haraldur Einarsson. Mynd/Alþingi.is
Haraldur Einarsson, áttundi þingmaður Suðurkjördæmis og einn af fulltrúum Framsóknarflokksins á Alþingi, hefur verið að gera góða hluti á frjálsíþróttamótum á síðustu vikum.

Sunnlenska fréttablaðið slær því upp í dag á heimasíðu sinni að Haraldur hafi sett héraðsmet á Jólamóti ÍR og að fróðir menn segi að líklega hafi slíkt ekki gerst frá landnámi.

Haraldur bætti HSK-metið í 300 metra hlaupi innanhúss á Jólamóti ÍR þegar hann kom í mark á 35,98 sekúndum en um síðustu helgi bætti hann síðan eigið met í 200 metra hlaupi innanhúss þegar hann kom í mark á 22,90 sekúndum.

Haraldur Einarsson er 26 ára gamall en hann er ríkjandi Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi innanhúss og hefur verið í landsliði Íslands í frjálsum íþróttum síðan 2012.

Haraldur var kosinn á þing síðasta vor og er meðal annars annar varaformaður í Umhverfis- og samgöngunefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×