Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. desember 2013 13:46 Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Á fimmtudag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem fram kemur að til staðar séu skilyrði til þess að Hjördís verði flutt til Danmerkur og afhent dönskum yfirvöldum. Hjördís hefur verið í farbanni undanfarna mánuði. Kim Gram Laursen, faðir barnanna, fer með forsjá þeirra og börnin bjuggu hjá honum í Danmörku. Hjördís hefur umgengisrétt og hafði hún börnin í umgengni síðasta sumar. Hún átti að skila þeim til Kim í ágúst en það gerði hún ekki og fór þess í stað með börnin heim til Íslands. Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslandi brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísar. Beiðnin var afturkölluð á grundvelli mannúðarástæðna en hún var síðar endurútgefin. Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði þess að fjalla um málið á meðan tekist var á um lögmæti beiðninnar í Danmörku. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdir Kim fulla forsjá í september á síðasta ári. Með fréttinni er sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um málið frá því í október. Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30 Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32 Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Á fimmtudag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem fram kemur að til staðar séu skilyrði til þess að Hjördís verði flutt til Danmerkur og afhent dönskum yfirvöldum. Hjördís hefur verið í farbanni undanfarna mánuði. Kim Gram Laursen, faðir barnanna, fer með forsjá þeirra og börnin bjuggu hjá honum í Danmörku. Hjördís hefur umgengisrétt og hafði hún börnin í umgengni síðasta sumar. Hún átti að skila þeim til Kim í ágúst en það gerði hún ekki og fór þess í stað með börnin heim til Íslands. Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslandi brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísar. Beiðnin var afturkölluð á grundvelli mannúðarástæðna en hún var síðar endurútgefin. Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði þess að fjalla um málið á meðan tekist var á um lögmæti beiðninnar í Danmörku. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdir Kim fulla forsjá í september á síðasta ári. Með fréttinni er sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um málið frá því í október.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30 Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32 Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18
Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30
Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32
Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01