Innlent

Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar.  Þetta kemur fram í fréttum RÚV.

Á fimmtudag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem fram kemur að til staðar séu skilyrði til þess að Hjördís verði flutt til Danmerkur og afhent dönskum yfirvöldum. Hjördís hefur verið í farbanni undanfarna mánuði.

Kim Gram Laursen, faðir barnanna, fer með forsjá þeirra og börnin bjuggu hjá honum í Danmörku. Hjördís hefur umgengisrétt og hafði hún börnin í umgengni síðasta sumar. Hún átti að skila þeim til Kim í ágúst en það gerði hún ekki og fór þess í stað með börnin heim til Íslands.

Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslandi brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísar. Beiðnin var afturkölluð á grundvelli mannúðarástæðna en hún var síðar endurútgefin.

Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði þess að fjalla um málið á meðan tekist var á um lögmæti beiðninnar í Danmörku.

Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdir Kim fulla forsjá í september á síðasta ári.

Með fréttinni er sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um málið frá því í október.


Tengdar fréttir

Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan

Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag.

Stúlkurnar komnar í skóla

Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×