Fótbolti

Ekki hægt að bera þetta saman

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic Mynd/Gettyimages
Zlatan Ibrahimovic liggur sjaldan á skoðunum sínum þótt þær séu oft umdeildar. Nýjustu ummæli hans voru í umdeildari kantinum, hann telur að virðingin sem karlkyns landsliðsmaður fær umfram kvenkyns landsliðsmann sé eðlileg.

Sænska knattspyrnusambandið var gagnrýnt á dögunum þegar Anders Svensson fékk gefins nýjann Volvo fyrir að slá leikjamet Thomas Ravelli með sænska landsliðinu. Þegar Theresa Sjogran setti nýtt met í sínum 187. landsleik fékk hún hinsvegar enga slíka viðurkenningu.

Zlatan sem er fyrirliði sænska landsliðsins telur að munurinn sé þarna af góðri ástæðu og Svíar ættu að hætta að mynda einhverjar deilur.

„Ég ber mikla virðingu fyrir kvennalandsliðinu okkar sem hefur náð góðum árangri en það er einfaldlega ekki hægt að bera þetta saman. Ekki reyna þetta, þetta er ekki einusinni fyndið. Í Evrópu er mér líkt við Messi, Ronaldo og fleiri en á mínum heimaslóðum er mér líkt við stelpu,"

Zlatan var óánægður þegar hann var beðinn um að bera sjálfan sig saman við Lotta Schelin, framherja sænska kvennalandsliðsins.

„Ég hélt að þetta væri grín, ég hef slegið mörg met með landsliðinu. Hvort á ég að bera það saman við stelpu eða þann sem átti metið áður?," sagði Zlatan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×