LeBron og Serena eru Íþróttafólk ársins hjá AP Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. desember 2013 22:45 LeBron James og Serena Williams. Mynd/NordicPhotos/Getty Körfuboltamaðurinn LeBron James og tenniskonan Serena Williams voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins af AP-fréttstofunni. Bæði voru þau afar sigursæl á árinu og að mörgum talin vera þau bestu í heimi í sinni grein. Serena Williams vann 78 af 82 leikjum sínum (95 prósent) og alls ellefu mót á árinu. Hún vann tvö risamót, opna franska og opna bandaríska, og hefur þar með unnið 17 risamót á ferli sínum. Í febrúarmánuði varð hin 32 ára gamla Serena elsta konan til að sitja í efsta sæti heimslistans en hún hélt því sæti út árið. Þetta er þriðja sinn sem AP-fréttstofan velur hana íþróttakonu ársins en hún hlaut þessa útnefningu einni 2002 og 2009. Serena Williams fékk 55 af 96 atkvæðum en í öðru sæti varð körfuboltakonan Brittney Griner (14 atkvæði) sem tróð grimmt á sínu fyrsta ári í WNBA-deildinni. Sundkonan Missy Franklin varð síðan í þriðja sæti með tíu atkvæði. LeBron James varð NBA-meistari annað árið í röð með Miami Heat en hann var bæði kosin besti leikmaður deildarinnar og besti leikmaður lokaúrslitanna. James hefur spilað 98 leiki með Miami á árinu og liðið hefur unnið 78 þeirra. LeBron James fékk 31 af 96 atkvæðum í boði en í öðru sæti varð NFL-leikmaðurinn Peyton Manning með 20 atkvæði. Í þriðja sætinu varð síðan NASCAR-ökumaðurinn Jimmie Johnson. Það hafa aðeins tveir aðrir körfuboltamenn hlotið þessa útnefningu hjá AP-fréttstofunni en það eru ekki minni menn en þeir Michael Jordan og Larry Bird. NBA Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Körfuboltamaðurinn LeBron James og tenniskonan Serena Williams voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins af AP-fréttstofunni. Bæði voru þau afar sigursæl á árinu og að mörgum talin vera þau bestu í heimi í sinni grein. Serena Williams vann 78 af 82 leikjum sínum (95 prósent) og alls ellefu mót á árinu. Hún vann tvö risamót, opna franska og opna bandaríska, og hefur þar með unnið 17 risamót á ferli sínum. Í febrúarmánuði varð hin 32 ára gamla Serena elsta konan til að sitja í efsta sæti heimslistans en hún hélt því sæti út árið. Þetta er þriðja sinn sem AP-fréttstofan velur hana íþróttakonu ársins en hún hlaut þessa útnefningu einni 2002 og 2009. Serena Williams fékk 55 af 96 atkvæðum en í öðru sæti varð körfuboltakonan Brittney Griner (14 atkvæði) sem tróð grimmt á sínu fyrsta ári í WNBA-deildinni. Sundkonan Missy Franklin varð síðan í þriðja sæti með tíu atkvæði. LeBron James varð NBA-meistari annað árið í röð með Miami Heat en hann var bæði kosin besti leikmaður deildarinnar og besti leikmaður lokaúrslitanna. James hefur spilað 98 leiki með Miami á árinu og liðið hefur unnið 78 þeirra. LeBron James fékk 31 af 96 atkvæðum í boði en í öðru sæti varð NFL-leikmaðurinn Peyton Manning með 20 atkvæði. Í þriðja sætinu varð síðan NASCAR-ökumaðurinn Jimmie Johnson. Það hafa aðeins tveir aðrir körfuboltamenn hlotið þessa útnefningu hjá AP-fréttstofunni en það eru ekki minni menn en þeir Michael Jordan og Larry Bird.
NBA Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira