Aron Kristjánsson: Afsakanir mega bíða þar til eftir mót Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 19:30 „Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
„Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti