Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. desember 2013 17:02 „Ég heyri að það hefur eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðir Stokkseyrarfórnarlambsins um símtalið sem hann fékk frá syni sínum frá söluskálanum á Stokkseyri eftir að hann losnaði úr prísund sinni þar. Faðirinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og það var öllum ljóst sem þar voru að frásögnin tók mikið á manninn.Íbúðin í rúst „[Hann] skilaði sér ekki til vinnu um morguninn. Ég fór heim til hans klukkan níu og hélt ég væri bara að fara að vekja hann. Á móti mér tók eitthvað sem ég átti ekki von á,“ sagði faðirinn. Hann fór inn í íbúð sonar síns sem var að sögn í rúst. „Hún var öll á rúi og stúi og ég áttaði mig ekki á hvað hafði gengið þarna á. Í kjölfarið reyndi ég að hringja í hann en það er slökkt á símanum hjá honum. Ég hringi í vini hans um ellefu leytið og í kjölfarið fer dagurinn í að leita að honum,“ sagði faðirinn fyrir dómnum í dag. Faðirinn sagðist hafa hringt út um allt, í lögregluna, slysavarðstofuna til að spyrjast fyrir um fréttir af drengnum. Hann gaf síðan skýrslu hjá lögreglunni um kvöldmatarleytið og eftir það var tekin ákvörðun um að hefja formlega leit af syninum. Björgunarsveitirnar voru ræstar út og haft var samband við blöðin. Þá hringir síminn frá söluskálanum á Stokkseyri. „Honum er mikið niðri fyrir. Ég tilkynni honum strax að það sé hafin leit af honum og er kannski pínu svona æstur. En ég heyri síðan að það hafi eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðirinn.Sótti son sinn á Stokkseyri Ég bruna á Stokkseyri og hann kemur þarna út. Ég varð strax var við, já, að það hafi eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðirinn. Saksóknari spurði hvaða sögu sonur hans hafi sagt honum. „Hann segir mér að hann hafi verið þarna ofan í kjallara, það er það fyrsta sem hann segir mér. Svo fer hann yfir það með mér á leiðinni í bílnum að það hafi verið brotist inn til hans þarna um nóttina og hann numinn á brott,“ sagði faðirinn. Sonur hans sagðist hafa verið fluttur í Breiðholtið þar sem hann var sakaður um að hafa sofið hjá stelpu sem honum var þá tilkynnt að væri kærasta Stefáns Loga.Ákærðu Davíð Freyr Magnússon og Stefán Blackburn fluttu soninn til Stokkseyrar þar sem barsmíðarnar héldu áfram.Hann nafngreindi tvo, Stefán Blackburn og „Dabba litla“ [Davíð Freyr] sem tekið hefði á móti sér þar, en sagði mennina alls hafa verið fjóra, hina tvo þekkti hann ekki.Þá byrja barsmíðar „Þá komi Stefán Logi að honum og þá byrja bara barsmíðar sem eiga sér stað þarna í sólarhring. Það er farið með hann í Hafnarfjörð sem hann veit ekkert hvar er og hann segir að það sé heima hjá Sívari og svo er farið með hann á Stokkseyri. Hann upplifir það þannig að hann hafi sloppið - ekki að þeir hafi ákveðið að sleppa honum,“ sagði faðirinn í vitnisburði sínum í dag. Sækjandinn spurði hvort þeir hefðu rætt þessar barsmíðar ítarlega. „Já, hann fór yfir það. Þetta var náttúrulega bara svo mikil geðshræring, hann var náttúrulega bara, ég veit ekki hvaða orð ég á að nota. Hann var bara í rúst, vörin var í klessu,“ sagði faðirinn.Hann fór með son sinn á slysavarðstofu og sagðist ekki hafa fengið söguna almennilega fyrr en lögreglan tók af syninum skýrslu.„Fram að því á leiðinni í bæinn er ég bara í samskiptum við lögregluna í símann, við ræddum þetta ekkert mikið í detail á leiðinni í bæinn, en það fór ekkert á milli mála að hann var mjög illa farinn,“ sagði faðirinn.„Algerlega brotinn á líkama og sál“Hann var beðinn um að lýsa því hvernig sonur hans kom honum fyrir sjónir þarna og hægt að segja að hann hafi þurft að taka á honum stóra sínum til að koma því í orð.„Já, bara algerlega brotinn á líkama og sál,“ sagði faðirinn.Faðirinn var einnig spurður út í hagi drengsins eftir árásina.„Hann var frá vinnu í rúman mánuð. Það var töluvert erfitt að koma honum til vinnu og hann var náttúrulega bara mjög hræddur og vildi ekkert vera í bænum. Við vorum bara með hann í felum þar sem hann óttaðist mjög hefndaraðgerð,“ sagði hann og bætti við:„Hann hætti í vinnu, þorir ekki að vera hér í bænum, er fluttur út á land. Það má segja að allt hans venjulega líf hans hafi gjörbreyst og öll hans samskipti við sína nánustu.“„Þetta er ekki sami strákurinn“Hann sagði líðan sonar síns vera upp og niður nú orðið.„Hann er mjög dapur, bara líður mjög illa. Þegar hann kemur til okkar þá er hann mjög hvekktur, sem dæmi ef maður kemur inn í herbergið hans og hann er sofandi, sérstaklega fyrstu vikurnar eftir þá var hann sprottinn upp á núll einni. Hann er alltaf á varðbergi. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á hann. Þetta er ekkert sami strákurinn og hann var 30 .júní,“ sagði faðirinn.Aðspurður af saksóknara hvort þetta hafi eitthvað lagast sagði hann að það væri misjafnt, stundum finndist honum sem sonur hans væri að koma til baka en svo talaði hann við hann aftur og þá væri hann mjög þungur og gengi erfiðlega að eiga samskipti við hann. Aðalmeðferð heldur áfram eftir hádegi á morgun þar sem fleiri vitni gefa skýrslur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær munnlegur málflutningur í málinu fer fram. Stokkseyrarmálið Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
„Ég heyri að það hefur eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðir Stokkseyrarfórnarlambsins um símtalið sem hann fékk frá syni sínum frá söluskálanum á Stokkseyri eftir að hann losnaði úr prísund sinni þar. Faðirinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og það var öllum ljóst sem þar voru að frásögnin tók mikið á manninn.Íbúðin í rúst „[Hann] skilaði sér ekki til vinnu um morguninn. Ég fór heim til hans klukkan níu og hélt ég væri bara að fara að vekja hann. Á móti mér tók eitthvað sem ég átti ekki von á,“ sagði faðirinn. Hann fór inn í íbúð sonar síns sem var að sögn í rúst. „Hún var öll á rúi og stúi og ég áttaði mig ekki á hvað hafði gengið þarna á. Í kjölfarið reyndi ég að hringja í hann en það er slökkt á símanum hjá honum. Ég hringi í vini hans um ellefu leytið og í kjölfarið fer dagurinn í að leita að honum,“ sagði faðirinn fyrir dómnum í dag. Faðirinn sagðist hafa hringt út um allt, í lögregluna, slysavarðstofuna til að spyrjast fyrir um fréttir af drengnum. Hann gaf síðan skýrslu hjá lögreglunni um kvöldmatarleytið og eftir það var tekin ákvörðun um að hefja formlega leit af syninum. Björgunarsveitirnar voru ræstar út og haft var samband við blöðin. Þá hringir síminn frá söluskálanum á Stokkseyri. „Honum er mikið niðri fyrir. Ég tilkynni honum strax að það sé hafin leit af honum og er kannski pínu svona æstur. En ég heyri síðan að það hafi eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðirinn.Sótti son sinn á Stokkseyri Ég bruna á Stokkseyri og hann kemur þarna út. Ég varð strax var við, já, að það hafi eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðirinn. Saksóknari spurði hvaða sögu sonur hans hafi sagt honum. „Hann segir mér að hann hafi verið þarna ofan í kjallara, það er það fyrsta sem hann segir mér. Svo fer hann yfir það með mér á leiðinni í bílnum að það hafi verið brotist inn til hans þarna um nóttina og hann numinn á brott,“ sagði faðirinn. Sonur hans sagðist hafa verið fluttur í Breiðholtið þar sem hann var sakaður um að hafa sofið hjá stelpu sem honum var þá tilkynnt að væri kærasta Stefáns Loga.Ákærðu Davíð Freyr Magnússon og Stefán Blackburn fluttu soninn til Stokkseyrar þar sem barsmíðarnar héldu áfram.Hann nafngreindi tvo, Stefán Blackburn og „Dabba litla“ [Davíð Freyr] sem tekið hefði á móti sér þar, en sagði mennina alls hafa verið fjóra, hina tvo þekkti hann ekki.Þá byrja barsmíðar „Þá komi Stefán Logi að honum og þá byrja bara barsmíðar sem eiga sér stað þarna í sólarhring. Það er farið með hann í Hafnarfjörð sem hann veit ekkert hvar er og hann segir að það sé heima hjá Sívari og svo er farið með hann á Stokkseyri. Hann upplifir það þannig að hann hafi sloppið - ekki að þeir hafi ákveðið að sleppa honum,“ sagði faðirinn í vitnisburði sínum í dag. Sækjandinn spurði hvort þeir hefðu rætt þessar barsmíðar ítarlega. „Já, hann fór yfir það. Þetta var náttúrulega bara svo mikil geðshræring, hann var náttúrulega bara, ég veit ekki hvaða orð ég á að nota. Hann var bara í rúst, vörin var í klessu,“ sagði faðirinn.Hann fór með son sinn á slysavarðstofu og sagðist ekki hafa fengið söguna almennilega fyrr en lögreglan tók af syninum skýrslu.„Fram að því á leiðinni í bæinn er ég bara í samskiptum við lögregluna í símann, við ræddum þetta ekkert mikið í detail á leiðinni í bæinn, en það fór ekkert á milli mála að hann var mjög illa farinn,“ sagði faðirinn.„Algerlega brotinn á líkama og sál“Hann var beðinn um að lýsa því hvernig sonur hans kom honum fyrir sjónir þarna og hægt að segja að hann hafi þurft að taka á honum stóra sínum til að koma því í orð.„Já, bara algerlega brotinn á líkama og sál,“ sagði faðirinn.Faðirinn var einnig spurður út í hagi drengsins eftir árásina.„Hann var frá vinnu í rúman mánuð. Það var töluvert erfitt að koma honum til vinnu og hann var náttúrulega bara mjög hræddur og vildi ekkert vera í bænum. Við vorum bara með hann í felum þar sem hann óttaðist mjög hefndaraðgerð,“ sagði hann og bætti við:„Hann hætti í vinnu, þorir ekki að vera hér í bænum, er fluttur út á land. Það má segja að allt hans venjulega líf hans hafi gjörbreyst og öll hans samskipti við sína nánustu.“„Þetta er ekki sami strákurinn“Hann sagði líðan sonar síns vera upp og niður nú orðið.„Hann er mjög dapur, bara líður mjög illa. Þegar hann kemur til okkar þá er hann mjög hvekktur, sem dæmi ef maður kemur inn í herbergið hans og hann er sofandi, sérstaklega fyrstu vikurnar eftir þá var hann sprottinn upp á núll einni. Hann er alltaf á varðbergi. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á hann. Þetta er ekkert sami strákurinn og hann var 30 .júní,“ sagði faðirinn.Aðspurður af saksóknara hvort þetta hafi eitthvað lagast sagði hann að það væri misjafnt, stundum finndist honum sem sonur hans væri að koma til baka en svo talaði hann við hann aftur og þá væri hann mjög þungur og gengi erfiðlega að eiga samskipti við hann. Aðalmeðferð heldur áfram eftir hádegi á morgun þar sem fleiri vitni gefa skýrslur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær munnlegur málflutningur í málinu fer fram.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira