Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. desember 2013 17:02 „Ég heyri að það hefur eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðir Stokkseyrarfórnarlambsins um símtalið sem hann fékk frá syni sínum frá söluskálanum á Stokkseyri eftir að hann losnaði úr prísund sinni þar. Faðirinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og það var öllum ljóst sem þar voru að frásögnin tók mikið á manninn.Íbúðin í rúst „[Hann] skilaði sér ekki til vinnu um morguninn. Ég fór heim til hans klukkan níu og hélt ég væri bara að fara að vekja hann. Á móti mér tók eitthvað sem ég átti ekki von á,“ sagði faðirinn. Hann fór inn í íbúð sonar síns sem var að sögn í rúst. „Hún var öll á rúi og stúi og ég áttaði mig ekki á hvað hafði gengið þarna á. Í kjölfarið reyndi ég að hringja í hann en það er slökkt á símanum hjá honum. Ég hringi í vini hans um ellefu leytið og í kjölfarið fer dagurinn í að leita að honum,“ sagði faðirinn fyrir dómnum í dag. Faðirinn sagðist hafa hringt út um allt, í lögregluna, slysavarðstofuna til að spyrjast fyrir um fréttir af drengnum. Hann gaf síðan skýrslu hjá lögreglunni um kvöldmatarleytið og eftir það var tekin ákvörðun um að hefja formlega leit af syninum. Björgunarsveitirnar voru ræstar út og haft var samband við blöðin. Þá hringir síminn frá söluskálanum á Stokkseyri. „Honum er mikið niðri fyrir. Ég tilkynni honum strax að það sé hafin leit af honum og er kannski pínu svona æstur. En ég heyri síðan að það hafi eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðirinn.Sótti son sinn á Stokkseyri Ég bruna á Stokkseyri og hann kemur þarna út. Ég varð strax var við, já, að það hafi eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðirinn. Saksóknari spurði hvaða sögu sonur hans hafi sagt honum. „Hann segir mér að hann hafi verið þarna ofan í kjallara, það er það fyrsta sem hann segir mér. Svo fer hann yfir það með mér á leiðinni í bílnum að það hafi verið brotist inn til hans þarna um nóttina og hann numinn á brott,“ sagði faðirinn. Sonur hans sagðist hafa verið fluttur í Breiðholtið þar sem hann var sakaður um að hafa sofið hjá stelpu sem honum var þá tilkynnt að væri kærasta Stefáns Loga.Ákærðu Davíð Freyr Magnússon og Stefán Blackburn fluttu soninn til Stokkseyrar þar sem barsmíðarnar héldu áfram.Hann nafngreindi tvo, Stefán Blackburn og „Dabba litla“ [Davíð Freyr] sem tekið hefði á móti sér þar, en sagði mennina alls hafa verið fjóra, hina tvo þekkti hann ekki.Þá byrja barsmíðar „Þá komi Stefán Logi að honum og þá byrja bara barsmíðar sem eiga sér stað þarna í sólarhring. Það er farið með hann í Hafnarfjörð sem hann veit ekkert hvar er og hann segir að það sé heima hjá Sívari og svo er farið með hann á Stokkseyri. Hann upplifir það þannig að hann hafi sloppið - ekki að þeir hafi ákveðið að sleppa honum,“ sagði faðirinn í vitnisburði sínum í dag. Sækjandinn spurði hvort þeir hefðu rætt þessar barsmíðar ítarlega. „Já, hann fór yfir það. Þetta var náttúrulega bara svo mikil geðshræring, hann var náttúrulega bara, ég veit ekki hvaða orð ég á að nota. Hann var bara í rúst, vörin var í klessu,“ sagði faðirinn.Hann fór með son sinn á slysavarðstofu og sagðist ekki hafa fengið söguna almennilega fyrr en lögreglan tók af syninum skýrslu.„Fram að því á leiðinni í bæinn er ég bara í samskiptum við lögregluna í símann, við ræddum þetta ekkert mikið í detail á leiðinni í bæinn, en það fór ekkert á milli mála að hann var mjög illa farinn,“ sagði faðirinn.„Algerlega brotinn á líkama og sál“Hann var beðinn um að lýsa því hvernig sonur hans kom honum fyrir sjónir þarna og hægt að segja að hann hafi þurft að taka á honum stóra sínum til að koma því í orð.„Já, bara algerlega brotinn á líkama og sál,“ sagði faðirinn.Faðirinn var einnig spurður út í hagi drengsins eftir árásina.„Hann var frá vinnu í rúman mánuð. Það var töluvert erfitt að koma honum til vinnu og hann var náttúrulega bara mjög hræddur og vildi ekkert vera í bænum. Við vorum bara með hann í felum þar sem hann óttaðist mjög hefndaraðgerð,“ sagði hann og bætti við:„Hann hætti í vinnu, þorir ekki að vera hér í bænum, er fluttur út á land. Það má segja að allt hans venjulega líf hans hafi gjörbreyst og öll hans samskipti við sína nánustu.“„Þetta er ekki sami strákurinn“Hann sagði líðan sonar síns vera upp og niður nú orðið.„Hann er mjög dapur, bara líður mjög illa. Þegar hann kemur til okkar þá er hann mjög hvekktur, sem dæmi ef maður kemur inn í herbergið hans og hann er sofandi, sérstaklega fyrstu vikurnar eftir þá var hann sprottinn upp á núll einni. Hann er alltaf á varðbergi. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á hann. Þetta er ekkert sami strákurinn og hann var 30 .júní,“ sagði faðirinn.Aðspurður af saksóknara hvort þetta hafi eitthvað lagast sagði hann að það væri misjafnt, stundum finndist honum sem sonur hans væri að koma til baka en svo talaði hann við hann aftur og þá væri hann mjög þungur og gengi erfiðlega að eiga samskipti við hann. Aðalmeðferð heldur áfram eftir hádegi á morgun þar sem fleiri vitni gefa skýrslur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær munnlegur málflutningur í málinu fer fram. Stokkseyrarmálið Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Sjá meira
„Ég heyri að það hefur eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðir Stokkseyrarfórnarlambsins um símtalið sem hann fékk frá syni sínum frá söluskálanum á Stokkseyri eftir að hann losnaði úr prísund sinni þar. Faðirinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og það var öllum ljóst sem þar voru að frásögnin tók mikið á manninn.Íbúðin í rúst „[Hann] skilaði sér ekki til vinnu um morguninn. Ég fór heim til hans klukkan níu og hélt ég væri bara að fara að vekja hann. Á móti mér tók eitthvað sem ég átti ekki von á,“ sagði faðirinn. Hann fór inn í íbúð sonar síns sem var að sögn í rúst. „Hún var öll á rúi og stúi og ég áttaði mig ekki á hvað hafði gengið þarna á. Í kjölfarið reyndi ég að hringja í hann en það er slökkt á símanum hjá honum. Ég hringi í vini hans um ellefu leytið og í kjölfarið fer dagurinn í að leita að honum,“ sagði faðirinn fyrir dómnum í dag. Faðirinn sagðist hafa hringt út um allt, í lögregluna, slysavarðstofuna til að spyrjast fyrir um fréttir af drengnum. Hann gaf síðan skýrslu hjá lögreglunni um kvöldmatarleytið og eftir það var tekin ákvörðun um að hefja formlega leit af syninum. Björgunarsveitirnar voru ræstar út og haft var samband við blöðin. Þá hringir síminn frá söluskálanum á Stokkseyri. „Honum er mikið niðri fyrir. Ég tilkynni honum strax að það sé hafin leit af honum og er kannski pínu svona æstur. En ég heyri síðan að það hafi eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðirinn.Sótti son sinn á Stokkseyri Ég bruna á Stokkseyri og hann kemur þarna út. Ég varð strax var við, já, að það hafi eitthvað mikið gengið á,“ sagði faðirinn. Saksóknari spurði hvaða sögu sonur hans hafi sagt honum. „Hann segir mér að hann hafi verið þarna ofan í kjallara, það er það fyrsta sem hann segir mér. Svo fer hann yfir það með mér á leiðinni í bílnum að það hafi verið brotist inn til hans þarna um nóttina og hann numinn á brott,“ sagði faðirinn. Sonur hans sagðist hafa verið fluttur í Breiðholtið þar sem hann var sakaður um að hafa sofið hjá stelpu sem honum var þá tilkynnt að væri kærasta Stefáns Loga.Ákærðu Davíð Freyr Magnússon og Stefán Blackburn fluttu soninn til Stokkseyrar þar sem barsmíðarnar héldu áfram.Hann nafngreindi tvo, Stefán Blackburn og „Dabba litla“ [Davíð Freyr] sem tekið hefði á móti sér þar, en sagði mennina alls hafa verið fjóra, hina tvo þekkti hann ekki.Þá byrja barsmíðar „Þá komi Stefán Logi að honum og þá byrja bara barsmíðar sem eiga sér stað þarna í sólarhring. Það er farið með hann í Hafnarfjörð sem hann veit ekkert hvar er og hann segir að það sé heima hjá Sívari og svo er farið með hann á Stokkseyri. Hann upplifir það þannig að hann hafi sloppið - ekki að þeir hafi ákveðið að sleppa honum,“ sagði faðirinn í vitnisburði sínum í dag. Sækjandinn spurði hvort þeir hefðu rætt þessar barsmíðar ítarlega. „Já, hann fór yfir það. Þetta var náttúrulega bara svo mikil geðshræring, hann var náttúrulega bara, ég veit ekki hvaða orð ég á að nota. Hann var bara í rúst, vörin var í klessu,“ sagði faðirinn.Hann fór með son sinn á slysavarðstofu og sagðist ekki hafa fengið söguna almennilega fyrr en lögreglan tók af syninum skýrslu.„Fram að því á leiðinni í bæinn er ég bara í samskiptum við lögregluna í símann, við ræddum þetta ekkert mikið í detail á leiðinni í bæinn, en það fór ekkert á milli mála að hann var mjög illa farinn,“ sagði faðirinn.„Algerlega brotinn á líkama og sál“Hann var beðinn um að lýsa því hvernig sonur hans kom honum fyrir sjónir þarna og hægt að segja að hann hafi þurft að taka á honum stóra sínum til að koma því í orð.„Já, bara algerlega brotinn á líkama og sál,“ sagði faðirinn.Faðirinn var einnig spurður út í hagi drengsins eftir árásina.„Hann var frá vinnu í rúman mánuð. Það var töluvert erfitt að koma honum til vinnu og hann var náttúrulega bara mjög hræddur og vildi ekkert vera í bænum. Við vorum bara með hann í felum þar sem hann óttaðist mjög hefndaraðgerð,“ sagði hann og bætti við:„Hann hætti í vinnu, þorir ekki að vera hér í bænum, er fluttur út á land. Það má segja að allt hans venjulega líf hans hafi gjörbreyst og öll hans samskipti við sína nánustu.“„Þetta er ekki sami strákurinn“Hann sagði líðan sonar síns vera upp og niður nú orðið.„Hann er mjög dapur, bara líður mjög illa. Þegar hann kemur til okkar þá er hann mjög hvekktur, sem dæmi ef maður kemur inn í herbergið hans og hann er sofandi, sérstaklega fyrstu vikurnar eftir þá var hann sprottinn upp á núll einni. Hann er alltaf á varðbergi. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á hann. Þetta er ekkert sami strákurinn og hann var 30 .júní,“ sagði faðirinn.Aðspurður af saksóknara hvort þetta hafi eitthvað lagast sagði hann að það væri misjafnt, stundum finndist honum sem sonur hans væri að koma til baka en svo talaði hann við hann aftur og þá væri hann mjög þungur og gengi erfiðlega að eiga samskipti við hann. Aðalmeðferð heldur áfram eftir hádegi á morgun þar sem fleiri vitni gefa skýrslur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær munnlegur málflutningur í málinu fer fram.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Sjá meira