Fótbolti

Kristján Flóki sá félaga sína sigra Real Madrid

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Flóki ásamt Böðvari Böðvarssyni í æfingaferð FH-inga síðastliðinn vetur.
Kristján Flóki ásamt Böðvari Böðvarssyni í æfingaferð FH-inga síðastliðinn vetur. Mynd/Anton Ingi
Kristján Flóki Finnbogason og félagar hans í unglingaliði FCK eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeild ungmenna. Þeir sigruðu Real Madrid nú síðdegis, 3-2.

Kristján Flóki sat hins vegar upp í stúku í dag, en hann var í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld í keppninni. Yones Felfel kom FCK yfir, en í kjölfarið komu tvö mörk frá gestunum.

Markvörður Real fékk síðan rautt spjald á 60. mínútu og Danirnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk. Lokatölur 3-2.

Með sigrinum tryggði FCK sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar, en þeir lentu í öðru sæti með tíu stig, einu stigi á eftir Real sem endaði á toppnum.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá gríðarlega fagnaðarlæti leikmanna FCK í búningklefanum í leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×