Foreldrar á barnajólaballi: Ósáttir við klúrt jólalag Ingós Veðurguðs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. desember 2013 11:17 Jólaballið var haldið í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar. Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira