Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:59 Mál konunnar sem olli dauða Lovísu Hrundar var þingfest fyrir dómi í gær. Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira