Innlent

Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu heldur áfram í dag

Davíð Freyr Magnússon (t.v.) og Stefán Blackburn, tveir hinna ákærðu í málinu.
Davíð Freyr Magnússon (t.v.) og Stefán Blackburn, tveir hinna ákærðu í málinu. myndir/gva
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9:15 í dag, en þeir Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson eru ákærðir fyrir frelsissviptingar, líkamsárásir og fjölda annarra brota.

Teknar verða skýrslur af tveimur vitnum, leikin upptaka úr öryggismyndavél, auk þess sem tekin verður skýrsla af sérfræðingi á slysa- og bráðadeild Landspítalans.

Vísir hefur fylgst með aðalmeðferð málsins frá upphafi og mun halda því áfram í dag, bæði á vefnum og á Twitter.


Tengdar fréttir

Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað

Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit.

Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi

Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill.

Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir

Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar.

Grunur um að vitnum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað

Vitni hafa breytt framburði sínum fyrir dómi og kannast ekki við frásagnir sem þau gáfu við rannsókn Stokkseyrarmálsins hjá lögreglu. Ríkissaksóknari segir að úrræði vanti hjá lögreglu fyrir fólk sem óttast hefndaraðgerðir ofbeldismanna.

Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt

Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma.

Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu

Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×