Maðurinn var vopnaður og mun hann hafa skotið nokkrum skotum í átt að lögreglu. Rétt eftir klukkan sjö sást síðan hvar maðurinn var borinn út úr íbúðinni á sjúkrabörum. Ekki er ljóst hvort hann hafi særst í atganginum, en lögreglumenn sakaði ekki.
Lögregla verst allra frétta af málinu enn sem komið er en boðað verður til blaðamannafundar innan tíðar.
Hér fyrir neðan má sjá lögreglumenn á vettvangi eftir að byssumaðurinn var yfirbugaður.