Skotum rigndi yfir sérsveitarmenn - hitti einn í höfuðið Kristján Hjálmarsson skrifar 2. desember 2013 11:44 Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Byssumaðurinn hitti einn sérsveitarmann í höfuðið og skotin flugu framhjá höfðum annarra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn skaut einnig út um glugga á íbúðinni. Lögreglan notaði gasvopn án árangurs. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Fréttatilkynningu lögreglunnar má lesa í heild sinni hér:Fréttatilkynning frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Um klukkan 03.00 var lögreglu tilkynnt um háværa hvelli sem bærust frá íbúð í Hraunbæ. Almennir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að kanna málið. Sérsveitarmenn voru sendir þeim til aðstoðar. Þegar lögreglan reyndi að hafa samband við íbúa og fékk ekki svar var hurðin að íbúðinni opnuð og sérsveitarmenn með hlífðarbúnaði ætluðu að kalla inn í íbúðina var skotið á þá úr haglabyssu. SKotið lenti í skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur og féll niður stiga. Lögreglan dró sig til baka og kallaði var út aukinn liðsstyrkur. Því næst var farið í að rýma íbúðir við stigaganginn og koma almennu lögreglumönnunum út um klukkan 5.00. Auk þess sem sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang til öryggis. Þegar því var lokið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við íbúann og í ljósi almannahættu vegna fólks sem væri á ferli í nágrenni hússins var ákveðið að reyna að yfirbuga viðkomandi með beitingu gasvopna. Sú aðgerð hófst um klukkan 6.00. Það næsta sem gerist er að viðkomandi hefur að skjóta úr glugga íbúðarinnar. Ekki var að fullu ljóst hvort beiting gasvopna hafi haft fullnægjandi áhrif en í slíkum tilfellum að viðkomandi kemur ekki út úr gasmettuðu rými geta lögreglumenn þurft að sækja viðkomandi inn. Er sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina skaut viðkomandi nokkrum skotum að sérsveitarmönnum og hitti höfuð sérsveitarmanns sem féll við auk þess sem skot fóru framhjá höfðum annarra. Á þeirri stundu beitti sérsveitin skotvopnum til þess að yfirbuga viðkomandi og særði hann. Sérsveitarmenn hófu þegar lífsbjargandi aðgerðir og kallað var eftir bráðatæknum SHS sem voru nærtækir. Hann var strax fluttur á slysadeild. Hann var síðan úrskurðaður látinn. Meiðsli lögreglumannana reyndust ekki alvarleg og ljóst að hlífðarbúnaður þeirra kom í veg fyrir mjög alvarlegan skaða. Þá er ljóst að almennir lögreglumenn sem fóru fyrst á staðinn voru í mikilli hættu. Við fyrstu sýn verður ekki betur séð að sérsveitarmennirnir hafi farið eftir verklagsreglum en ríkissaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Byssumaður í Árbæ Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Byssumaðurinn hitti einn sérsveitarmann í höfuðið og skotin flugu framhjá höfðum annarra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn skaut einnig út um glugga á íbúðinni. Lögreglan notaði gasvopn án árangurs. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Fréttatilkynningu lögreglunnar má lesa í heild sinni hér:Fréttatilkynning frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Um klukkan 03.00 var lögreglu tilkynnt um háværa hvelli sem bærust frá íbúð í Hraunbæ. Almennir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að kanna málið. Sérsveitarmenn voru sendir þeim til aðstoðar. Þegar lögreglan reyndi að hafa samband við íbúa og fékk ekki svar var hurðin að íbúðinni opnuð og sérsveitarmenn með hlífðarbúnaði ætluðu að kalla inn í íbúðina var skotið á þá úr haglabyssu. SKotið lenti í skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur og féll niður stiga. Lögreglan dró sig til baka og kallaði var út aukinn liðsstyrkur. Því næst var farið í að rýma íbúðir við stigaganginn og koma almennu lögreglumönnunum út um klukkan 5.00. Auk þess sem sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang til öryggis. Þegar því var lokið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við íbúann og í ljósi almannahættu vegna fólks sem væri á ferli í nágrenni hússins var ákveðið að reyna að yfirbuga viðkomandi með beitingu gasvopna. Sú aðgerð hófst um klukkan 6.00. Það næsta sem gerist er að viðkomandi hefur að skjóta úr glugga íbúðarinnar. Ekki var að fullu ljóst hvort beiting gasvopna hafi haft fullnægjandi áhrif en í slíkum tilfellum að viðkomandi kemur ekki út úr gasmettuðu rými geta lögreglumenn þurft að sækja viðkomandi inn. Er sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina skaut viðkomandi nokkrum skotum að sérsveitarmönnum og hitti höfuð sérsveitarmanns sem féll við auk þess sem skot fóru framhjá höfðum annarra. Á þeirri stundu beitti sérsveitin skotvopnum til þess að yfirbuga viðkomandi og særði hann. Sérsveitarmenn hófu þegar lífsbjargandi aðgerðir og kallað var eftir bráðatæknum SHS sem voru nærtækir. Hann var strax fluttur á slysadeild. Hann var síðan úrskurðaður látinn. Meiðsli lögreglumannana reyndust ekki alvarleg og ljóst að hlífðarbúnaður þeirra kom í veg fyrir mjög alvarlegan skaða. Þá er ljóst að almennir lögreglumenn sem fóru fyrst á staðinn voru í mikilli hættu. Við fyrstu sýn verður ekki betur séð að sérsveitarmennirnir hafi farið eftir verklagsreglum en ríkissaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira