Skotum rigndi yfir sérsveitarmenn - hitti einn í höfuðið Kristján Hjálmarsson skrifar 2. desember 2013 11:44 Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Byssumaðurinn hitti einn sérsveitarmann í höfuðið og skotin flugu framhjá höfðum annarra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn skaut einnig út um glugga á íbúðinni. Lögreglan notaði gasvopn án árangurs. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Fréttatilkynningu lögreglunnar má lesa í heild sinni hér:Fréttatilkynning frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Um klukkan 03.00 var lögreglu tilkynnt um háværa hvelli sem bærust frá íbúð í Hraunbæ. Almennir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að kanna málið. Sérsveitarmenn voru sendir þeim til aðstoðar. Þegar lögreglan reyndi að hafa samband við íbúa og fékk ekki svar var hurðin að íbúðinni opnuð og sérsveitarmenn með hlífðarbúnaði ætluðu að kalla inn í íbúðina var skotið á þá úr haglabyssu. SKotið lenti í skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur og féll niður stiga. Lögreglan dró sig til baka og kallaði var út aukinn liðsstyrkur. Því næst var farið í að rýma íbúðir við stigaganginn og koma almennu lögreglumönnunum út um klukkan 5.00. Auk þess sem sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang til öryggis. Þegar því var lokið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við íbúann og í ljósi almannahættu vegna fólks sem væri á ferli í nágrenni hússins var ákveðið að reyna að yfirbuga viðkomandi með beitingu gasvopna. Sú aðgerð hófst um klukkan 6.00. Það næsta sem gerist er að viðkomandi hefur að skjóta úr glugga íbúðarinnar. Ekki var að fullu ljóst hvort beiting gasvopna hafi haft fullnægjandi áhrif en í slíkum tilfellum að viðkomandi kemur ekki út úr gasmettuðu rými geta lögreglumenn þurft að sækja viðkomandi inn. Er sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina skaut viðkomandi nokkrum skotum að sérsveitarmönnum og hitti höfuð sérsveitarmanns sem féll við auk þess sem skot fóru framhjá höfðum annarra. Á þeirri stundu beitti sérsveitin skotvopnum til þess að yfirbuga viðkomandi og særði hann. Sérsveitarmenn hófu þegar lífsbjargandi aðgerðir og kallað var eftir bráðatæknum SHS sem voru nærtækir. Hann var strax fluttur á slysadeild. Hann var síðan úrskurðaður látinn. Meiðsli lögreglumannana reyndust ekki alvarleg og ljóst að hlífðarbúnaður þeirra kom í veg fyrir mjög alvarlegan skaða. Þá er ljóst að almennir lögreglumenn sem fóru fyrst á staðinn voru í mikilli hættu. Við fyrstu sýn verður ekki betur séð að sérsveitarmennirnir hafi farið eftir verklagsreglum en ríkissaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Byssumaðurinn hitti einn sérsveitarmann í höfuðið og skotin flugu framhjá höfðum annarra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn skaut einnig út um glugga á íbúðinni. Lögreglan notaði gasvopn án árangurs. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Fréttatilkynningu lögreglunnar má lesa í heild sinni hér:Fréttatilkynning frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Um klukkan 03.00 var lögreglu tilkynnt um háværa hvelli sem bærust frá íbúð í Hraunbæ. Almennir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að kanna málið. Sérsveitarmenn voru sendir þeim til aðstoðar. Þegar lögreglan reyndi að hafa samband við íbúa og fékk ekki svar var hurðin að íbúðinni opnuð og sérsveitarmenn með hlífðarbúnaði ætluðu að kalla inn í íbúðina var skotið á þá úr haglabyssu. SKotið lenti í skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur og féll niður stiga. Lögreglan dró sig til baka og kallaði var út aukinn liðsstyrkur. Því næst var farið í að rýma íbúðir við stigaganginn og koma almennu lögreglumönnunum út um klukkan 5.00. Auk þess sem sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang til öryggis. Þegar því var lokið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við íbúann og í ljósi almannahættu vegna fólks sem væri á ferli í nágrenni hússins var ákveðið að reyna að yfirbuga viðkomandi með beitingu gasvopna. Sú aðgerð hófst um klukkan 6.00. Það næsta sem gerist er að viðkomandi hefur að skjóta úr glugga íbúðarinnar. Ekki var að fullu ljóst hvort beiting gasvopna hafi haft fullnægjandi áhrif en í slíkum tilfellum að viðkomandi kemur ekki út úr gasmettuðu rými geta lögreglumenn þurft að sækja viðkomandi inn. Er sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina skaut viðkomandi nokkrum skotum að sérsveitarmönnum og hitti höfuð sérsveitarmanns sem féll við auk þess sem skot fóru framhjá höfðum annarra. Á þeirri stundu beitti sérsveitin skotvopnum til þess að yfirbuga viðkomandi og særði hann. Sérsveitarmenn hófu þegar lífsbjargandi aðgerðir og kallað var eftir bráðatæknum SHS sem voru nærtækir. Hann var strax fluttur á slysadeild. Hann var síðan úrskurðaður látinn. Meiðsli lögreglumannana reyndust ekki alvarleg og ljóst að hlífðarbúnaður þeirra kom í veg fyrir mjög alvarlegan skaða. Þá er ljóst að almennir lögreglumenn sem fóru fyrst á staðinn voru í mikilli hættu. Við fyrstu sýn verður ekki betur séð að sérsveitarmennirnir hafi farið eftir verklagsreglum en ríkissaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira