Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. desember 2013 21:27 Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki. Vodafone-innbrotið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki.
Vodafone-innbrotið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira