Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. desember 2013 21:27 Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki. Vodafone-innbrotið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira