„Þetta var bara eins og í bíómynd“ Fanney Birna Jónsdóttir og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 3. desember 2013 11:01 "Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg. Mynd/Stefán „Maður er svo vanur að eitthvað sé í gangi úti í garði að við héldum bara áfram að sofa. Svo vöknuðum við um þrjú leytið við svakaleg læti og sáum þá lögreglubílana og það var verið að skjóta og brjáluð læti,“ segir Kristbjörg Jónsdóttir, dagmamma og íbúi í Hraunbæ 22. Hún fylgdist með atburðum gærdagsins þegar Sævarr Rafn Jónasson var skotinn niður af sérsveitarmönnum eftir að hafa látið illum látum í Hraunbæ aðfararnótt mánudagsins. „Þetta var ekkert smá sko, lögreglan þurfti skýla sér bak við bílana hérna úti á planinu og við heyrðum þegar lögreglumaðurinn datt niður tröppurnar, svefnherbergið er alveg við næsta stigagang og hann slóst upp við handriðið og rúllaði niður tröppurnar,“ segir Kristbjörg. Hún fylgdist með sérsveitinni alvopnaðri út úm eldhúsgluggann hjá sér og segir að hún hafi upplifað sig eins og í bíómynd - nema þetta var ískaldur raunveruleikinn fyrir utan gluggann hjá henni. „Okkur grunaði strax að þetta væri hann. Við höfum séð hann áður vera með læti. Aumingjans maðurinn að fá ekki hjálp í stað þess að vera settur í íbúðahverfi. Börnin okkar eru mikið að spá í þessu núna. Hvort það sé svona hættulegt að vera á Íslandi, hvort þeir séu fleiri og hvort þau þurfa að vera hrædd,“ segir Kristbjörg áhyggjufull. Hún segir engan hafa talað við þau meðan þetta var í gangi né hafi þeim verið boðin áfallahjálp. „Ég held það væri fínt ef einhver talaði við krakkana um þetta, en þetta er kannski svo einstakt að það kann enginn að taka á þessu. Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg að lokum. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Maður er svo vanur að eitthvað sé í gangi úti í garði að við héldum bara áfram að sofa. Svo vöknuðum við um þrjú leytið við svakaleg læti og sáum þá lögreglubílana og það var verið að skjóta og brjáluð læti,“ segir Kristbjörg Jónsdóttir, dagmamma og íbúi í Hraunbæ 22. Hún fylgdist með atburðum gærdagsins þegar Sævarr Rafn Jónasson var skotinn niður af sérsveitarmönnum eftir að hafa látið illum látum í Hraunbæ aðfararnótt mánudagsins. „Þetta var ekkert smá sko, lögreglan þurfti skýla sér bak við bílana hérna úti á planinu og við heyrðum þegar lögreglumaðurinn datt niður tröppurnar, svefnherbergið er alveg við næsta stigagang og hann slóst upp við handriðið og rúllaði niður tröppurnar,“ segir Kristbjörg. Hún fylgdist með sérsveitinni alvopnaðri út úm eldhúsgluggann hjá sér og segir að hún hafi upplifað sig eins og í bíómynd - nema þetta var ískaldur raunveruleikinn fyrir utan gluggann hjá henni. „Okkur grunaði strax að þetta væri hann. Við höfum séð hann áður vera með læti. Aumingjans maðurinn að fá ekki hjálp í stað þess að vera settur í íbúðahverfi. Börnin okkar eru mikið að spá í þessu núna. Hvort það sé svona hættulegt að vera á Íslandi, hvort þeir séu fleiri og hvort þau þurfa að vera hrædd,“ segir Kristbjörg áhyggjufull. Hún segir engan hafa talað við þau meðan þetta var í gangi né hafi þeim verið boðin áfallahjálp. „Ég held það væri fínt ef einhver talaði við krakkana um þetta, en þetta er kannski svo einstakt að það kann enginn að taka á þessu. Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg að lokum.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira