Styrmir Dan hátt uppi um helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2013 11:00 Styrmir Dan svífur yfir rána um helgina. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Styrmir Dan Hansen Steinunnarson stökk 1,90 metra á Aðventumóti Ármenninga í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Stökkvarinn 14 ára sló tvær flugur í einu höggi með glæsilegu stökki sínu. Styrmir Dan, sem keppir fyrir Þór í Þorlákshöfn, bætti sinn besta árangur um heila 10 cm með stökkinu sem sjá má í myndbandi Silfursins í spilaranum hér að neðan. Um leið bætti hann bæði Íslandsmetið í hástökki innanhúss í flokki 14 ára og yngri og 15 ára og yngri. Styrmir Dan stökk 1,86 metra í þriðju tilraun og var ráin þá hækkuð í 1,90 metra. Þorlákshafnarbúinn gerði sér lítið fyrir og fór yfir hæðina í sinni fyrstu tilraun. Metið í 14 ára flokknum var í eigu Þrastar Ingvarssonar og hafði staðið afar lengi eða í 28 ár. Metið í 15 ára flokknum var hins vegar í eigu Stefáns Þórs Stefánssonar og hafði staðið í heil 35 ár. Styrmir Dan er afar efnilegur hástökkvari og hefur bætt sig mikið á árinu sem senn er á enda. Hans besti árangur utanhúss er 1,78 metrar en ljóst er að hann er líklegur til að bæta sig þar næsta sumar. Til samanburðar stökk Íslandsmethafinn Einar Karl Hjartarson hæst 1,75 metra utanhúss þegar hann var á fjórtánda ári. Þá kemur fram í umfjöllun Silfursins um mótið að að Patrik Sjöberg hafi stokkið 1,91 metra á fjórtánda ári. Svíinn varð síðar heimsmeistari og heimsmethafi í greininni. Hans hæsta stökk var 2,42 metrar. Stefán Þór Stefánsson, fyrrverandi handhafi metsins í flokki 14 ára innanhúss, tók saman skemmtilegt myndband til heiðurs Styrmi. Myndbandið má sjá hér að neðan. Stefán er enn handhafi utanhússmetsins og hvetur Styrmi, í góðlátlegu gríni, til að skella sér til Ástralíu áður en árið er úti og bæta utanhússmetið sitt líka. Frjálsar íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Styrmir Dan Hansen Steinunnarson stökk 1,90 metra á Aðventumóti Ármenninga í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Stökkvarinn 14 ára sló tvær flugur í einu höggi með glæsilegu stökki sínu. Styrmir Dan, sem keppir fyrir Þór í Þorlákshöfn, bætti sinn besta árangur um heila 10 cm með stökkinu sem sjá má í myndbandi Silfursins í spilaranum hér að neðan. Um leið bætti hann bæði Íslandsmetið í hástökki innanhúss í flokki 14 ára og yngri og 15 ára og yngri. Styrmir Dan stökk 1,86 metra í þriðju tilraun og var ráin þá hækkuð í 1,90 metra. Þorlákshafnarbúinn gerði sér lítið fyrir og fór yfir hæðina í sinni fyrstu tilraun. Metið í 14 ára flokknum var í eigu Þrastar Ingvarssonar og hafði staðið afar lengi eða í 28 ár. Metið í 15 ára flokknum var hins vegar í eigu Stefáns Þórs Stefánssonar og hafði staðið í heil 35 ár. Styrmir Dan er afar efnilegur hástökkvari og hefur bætt sig mikið á árinu sem senn er á enda. Hans besti árangur utanhúss er 1,78 metrar en ljóst er að hann er líklegur til að bæta sig þar næsta sumar. Til samanburðar stökk Íslandsmethafinn Einar Karl Hjartarson hæst 1,75 metra utanhúss þegar hann var á fjórtánda ári. Þá kemur fram í umfjöllun Silfursins um mótið að að Patrik Sjöberg hafi stokkið 1,91 metra á fjórtánda ári. Svíinn varð síðar heimsmeistari og heimsmethafi í greininni. Hans hæsta stökk var 2,42 metrar. Stefán Þór Stefánsson, fyrrverandi handhafi metsins í flokki 14 ára innanhúss, tók saman skemmtilegt myndband til heiðurs Styrmi. Myndbandið má sjá hér að neðan. Stefán er enn handhafi utanhússmetsins og hvetur Styrmi, í góðlátlegu gríni, til að skella sér til Ástralíu áður en árið er úti og bæta utanhússmetið sitt líka.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira