Verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2013 19:00 Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér. Klinkið Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér.
Klinkið Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira