Mamma Eiðs Smára: Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2013 20:21 Eiður Smári Guðjohnsen var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem Ásgeir Erlendsson ræddi við vini hans Guðna Bergsson, Auðunn Blöndal og Pétur Marteinsson sem og móður hans Ólöfu Einarsdóttur. „Hann hefur svo sterkan karakter og er svo trúr sjálfum sér og því sem hann er að gera," lýsir móðir Eiðs Smára honum. „Ég held að það muni enginn kynnast Eið og ekki fíla hann. Hann er mikill vinur vina sinna og það er alveg sama hvort að það sé Siggi vinur minn frá Sauðárkróki eða Messi. Hann er eins við alla," sagði Auðunn Blöndal um Eið. „Hann er tilfinningavera. Hann getur verið voða hress og skemmtilegur en stundum getur hann dottið dálítið niður og verið voða leiður," sagði Guðni Bergsson sem átt sinn þátt í að hann kom út til Bolton. „Hann er frábærlega klár og með alveg einstaklega gott minni. Hann er með límheila, man öll símanúmer og öll ártöl. Ef hann heyrir texta eða horfir á bíómynd þá getur hann strax vitnað bæði í bíómyndina og textann," sagði Pétur Marteinsson, vinur Eiðs Smára síðan úr yngri landsliðinum. Ásgeir Erlendsson ræddi við þessi fjögur um Eið Smára og fór fyrir ferilinn hans. Ásgeir spurði móður hans líka sérstaklega út í kringumstæðurnar þegar Eiður Smári brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í Króatíu í gær og tilkynnti að hann hefði líklega verið að spila sinn síðasta landsleik. „Ef þú ættir dreng sem myndi klökkna í útsendingu þá hefðir þú bara grátið og það var það sem ég gerði. Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda. Ég hugsa bara að hálf þjóðin hafi grátið yfir þessu," sagði Ólöf Einarsdóttir. „Ég heyrði ekki í honum eftir leikinn en fékk ofsalega sætt SMS. Það stóð: Mamma, ég elska þig og nú ætlum við bara að fagna þeim árangri sem við erum búnir að ná. Við skulum ekki staldra við þetta mikið lengur," sagði Ólöf Rún. „Ég held að ég hafi tárast meira þarna en þegar ég hætti sjálfur að spila," sagði Guðni Bergsson um sjónvarpsviðtalið. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega innslag með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem Ásgeir Erlendsson ræddi við vini hans Guðna Bergsson, Auðunn Blöndal og Pétur Marteinsson sem og móður hans Ólöfu Einarsdóttur. „Hann hefur svo sterkan karakter og er svo trúr sjálfum sér og því sem hann er að gera," lýsir móðir Eiðs Smára honum. „Ég held að það muni enginn kynnast Eið og ekki fíla hann. Hann er mikill vinur vina sinna og það er alveg sama hvort að það sé Siggi vinur minn frá Sauðárkróki eða Messi. Hann er eins við alla," sagði Auðunn Blöndal um Eið. „Hann er tilfinningavera. Hann getur verið voða hress og skemmtilegur en stundum getur hann dottið dálítið niður og verið voða leiður," sagði Guðni Bergsson sem átt sinn þátt í að hann kom út til Bolton. „Hann er frábærlega klár og með alveg einstaklega gott minni. Hann er með límheila, man öll símanúmer og öll ártöl. Ef hann heyrir texta eða horfir á bíómynd þá getur hann strax vitnað bæði í bíómyndina og textann," sagði Pétur Marteinsson, vinur Eiðs Smára síðan úr yngri landsliðinum. Ásgeir Erlendsson ræddi við þessi fjögur um Eið Smára og fór fyrir ferilinn hans. Ásgeir spurði móður hans líka sérstaklega út í kringumstæðurnar þegar Eiður Smári brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í Króatíu í gær og tilkynnti að hann hefði líklega verið að spila sinn síðasta landsleik. „Ef þú ættir dreng sem myndi klökkna í útsendingu þá hefðir þú bara grátið og það var það sem ég gerði. Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda. Ég hugsa bara að hálf þjóðin hafi grátið yfir þessu," sagði Ólöf Einarsdóttir. „Ég heyrði ekki í honum eftir leikinn en fékk ofsalega sætt SMS. Það stóð: Mamma, ég elska þig og nú ætlum við bara að fagna þeim árangri sem við erum búnir að ná. Við skulum ekki staldra við þetta mikið lengur," sagði Ólöf Rún. „Ég held að ég hafi tárast meira þarna en þegar ég hætti sjálfur að spila," sagði Guðni Bergsson um sjónvarpsviðtalið. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega innslag með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira