Sigurganga Trail Blazers og Pacers heldur áfram Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. nóvember 2013 11:00 Leikmenn Trail Blazers voru of sterkir fyrir Warriors mynd:nordic photos/ap Tíu leikir voru leiknir í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt ber þar hæst að sigurganga Indiana Pacers og Portland Trail Blazers heldur áfram og LeBron James tryggði Miami Heat sigur á Orlando Magic.LeBron James skoraði sigurkörfu Miami Heat þegar 15,1 sekúnda var eftir af leiknum gegn Orlando Magic í nótt en Miami hafði verið mest 16 stigum undir í seinni hálflleik. Heat vann leikinn 101-99 en það var Dwyane Wade sem var stigahæstur meistaranna í nótt. Wade skoraði 27 stig og James 22 en James tók auk þess 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Glen Davis skoraði 20 stig af bekknum fyrir Magic.Portland Trail Blazers vann 12. sigur sinn í 14 leikjum á leiktíðinni þegar liðið heimsótti Golden State Warriors í nótt. Trail Blazers hefur unnið sjö af átta útileikjum sínum og leikið frábærlega. Trail Blazers var þremur stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst en vann að lokum öruggan 12 stiga sigur 113-101. LaMarcus Aldridge fór á kostum í leiknum fyrir Trail Blazers. Hann skoraði 30 stig og tók 21 frákast. Wesley Matthews skoraði 23 stig og Damian Lillard 20 en hann gaf auk þess 9 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 30 stig fyrir Warriors sem hefur unnið 8 leiki og tapað 6. Stephen Curry skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar.Inidana Pacers vann einnig 12. sigur sinn í nótt þegar liðið lagði Philadelphia 76ers 106-98. Pacers hefur aðeins tapað einum leik en liðið hefur unnið alla sjö heimaleiki sína. Roy Hibbert skoraði 27 stig fyrir Pacers, tók 13 fráköst og varði 6 skot en allir byrjunarliðsleikmenn Pacers skoruðu 11 stig eða meira. Michael Carter-Williams skoraði 29 stig fyrir 76ers og Evan Turner 21.Úrslit næturinnar: Los Angeles Clippers – Sacramento Kings 103-102 Indiana Pacers – Philadelphia 76ers 106-98 Washington Wizards – New York Knicks 98-89 Atlanta Hawks – Boston Celtics 87-94 Miami Heat – Orlando Magic 101-99 Houston Rockets – Minnesota Timberwolves 112-101 Milwaukee Bucks – Charlotte Bobcats 72-96 San Antonio Spurs – Cleveland Cavaliers 126-96 Denver Nuggets – Dallas Mavericks 102-100 Golden state Warriors – Portland Trail Blazers 101-113 NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Tíu leikir voru leiknir í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt ber þar hæst að sigurganga Indiana Pacers og Portland Trail Blazers heldur áfram og LeBron James tryggði Miami Heat sigur á Orlando Magic.LeBron James skoraði sigurkörfu Miami Heat þegar 15,1 sekúnda var eftir af leiknum gegn Orlando Magic í nótt en Miami hafði verið mest 16 stigum undir í seinni hálflleik. Heat vann leikinn 101-99 en það var Dwyane Wade sem var stigahæstur meistaranna í nótt. Wade skoraði 27 stig og James 22 en James tók auk þess 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Glen Davis skoraði 20 stig af bekknum fyrir Magic.Portland Trail Blazers vann 12. sigur sinn í 14 leikjum á leiktíðinni þegar liðið heimsótti Golden State Warriors í nótt. Trail Blazers hefur unnið sjö af átta útileikjum sínum og leikið frábærlega. Trail Blazers var þremur stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst en vann að lokum öruggan 12 stiga sigur 113-101. LaMarcus Aldridge fór á kostum í leiknum fyrir Trail Blazers. Hann skoraði 30 stig og tók 21 frákast. Wesley Matthews skoraði 23 stig og Damian Lillard 20 en hann gaf auk þess 9 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 30 stig fyrir Warriors sem hefur unnið 8 leiki og tapað 6. Stephen Curry skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar.Inidana Pacers vann einnig 12. sigur sinn í nótt þegar liðið lagði Philadelphia 76ers 106-98. Pacers hefur aðeins tapað einum leik en liðið hefur unnið alla sjö heimaleiki sína. Roy Hibbert skoraði 27 stig fyrir Pacers, tók 13 fráköst og varði 6 skot en allir byrjunarliðsleikmenn Pacers skoruðu 11 stig eða meira. Michael Carter-Williams skoraði 29 stig fyrir 76ers og Evan Turner 21.Úrslit næturinnar: Los Angeles Clippers – Sacramento Kings 103-102 Indiana Pacers – Philadelphia 76ers 106-98 Washington Wizards – New York Knicks 98-89 Atlanta Hawks – Boston Celtics 87-94 Miami Heat – Orlando Magic 101-99 Houston Rockets – Minnesota Timberwolves 112-101 Milwaukee Bucks – Charlotte Bobcats 72-96 San Antonio Spurs – Cleveland Cavaliers 126-96 Denver Nuggets – Dallas Mavericks 102-100 Golden state Warriors – Portland Trail Blazers 101-113
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira