Jón Gnarr vill nýtt ríkisfang Kristján Hjálmarsson skrifar 25. nóvember 2013 11:35 Jón Gnarr er ósáttur við mannanfnanefnd. Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Sjá meira