NBA: Ellefu í röð hjá Portland og San Antonio - mögnuð nýting LeBrons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2013 07:11 Tony Parker skorar körfu í nótt. Mynd/AP Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs héldu áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðin fögnuðu bæði sínum ellefta sigri í röð. Miami Heat vann sinn sjöunda sigur í röð þar sem LeBron James þurfti aðeins 14 skot til að skora 35 stig og Indiana Pacers gefur ekkert eftir. Utah Jazz var aðeins búið að vinna 1 af 15 leikjum en vann Chicago Bulls í nótt í fyrsta leiknum eftir að ljóst varð að Derrick Rose myndi missa af tímabilinu.LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 14 fráköst í 102-91 sigri Portland Trail Blazers á New York Knicks. Frakkinn Nicolas Batum bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum en þetta er lengsta sigurganga Portland-liðsins síðan í desember 2007. Carmelo Anthony var með 34 stig og 15 fráköst hjá New York sem tapaði sínum sjötta leik í röð.Manu Ginobili skoraði 16 stig og var einn af sjö leikmönnum San Antonio Spurs sem skoruðu yfir tíu stig í 112-93 sigri á New Orleans Pelicans. Þetta var ellefti sigur San Antonio í röð og sá þrettándi í fjórtán leikjum á leiktíðinni. Tony Parker var með 14 stig og 7 stoðsendingar, Tiago Splitter skoraði 11 stig og Tim Duncan var með 10 stig. Marco Belinelli (14 stig) Boris Diaw (13 stig) og Patty Mills (12 stig) skiluðu síðan allir sínu af bekknum. Ryan Anderson skoraði stig fyrir Pelíkanana.Nýliðinn Trey Burke skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar Utah Jazz vann 89-83 sigur á Chicago Bulls í framlengdum leik. Burke var með 14 stig og 6 stoðsendingar í leiknum. Marvin Williams skoraði 17 stig fyrir Utah og þeir Gordon Hayward (12 stoðsendingar) og Richard Jefferson voru báðir með 15 stig. Carlos Boozer skoraði 26 stig og tók 16 fráköst fyrir Chicago og Luol Dengvar með 24 stig í fjórða leik liðsins á fimm dögum.LeBron James skoraði 35 stig þegar Miami Heat vann 107-92 sigur á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að taka aðeins 14 skot í leiknum. Dwayne Wade var með 21 stig og 12 stoðendingar í sjöunda sigri Miami-liðsins í röð. LeBron James hitti úr 11 af 14 skotum sínum utan af velli og öllum 11 vítunum. Ray Allen bætti við 17 stigum fyrir Miami en Channing Frye var atkvæðamestur hjá Phoenix með 16 stig.George Hill og Paul George skoruðu báðir 26 stig þegar Indiana Pacers vann 98-84 sigur á Minnesota Timberwolves í þrettánda sigri liðsins í fjórtán leikjum á þessu tímabili. Þeir hittu saman úr 9 af 29 skotum þar af 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Love var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Minnesota og Nikola Pekovic skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - Boston Celtics 86-96 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 98-84 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 113-94 Miami Heat - Phoenix Suns 107-92 S Memphis Grizzlies - Houston Rockets 86-93 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 96-110 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 89-83 (framlengt) Portland Trail Blazers - New York Knicks 102-91Mynd/AP NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira
Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs héldu áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðin fögnuðu bæði sínum ellefta sigri í röð. Miami Heat vann sinn sjöunda sigur í röð þar sem LeBron James þurfti aðeins 14 skot til að skora 35 stig og Indiana Pacers gefur ekkert eftir. Utah Jazz var aðeins búið að vinna 1 af 15 leikjum en vann Chicago Bulls í nótt í fyrsta leiknum eftir að ljóst varð að Derrick Rose myndi missa af tímabilinu.LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 14 fráköst í 102-91 sigri Portland Trail Blazers á New York Knicks. Frakkinn Nicolas Batum bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum en þetta er lengsta sigurganga Portland-liðsins síðan í desember 2007. Carmelo Anthony var með 34 stig og 15 fráköst hjá New York sem tapaði sínum sjötta leik í röð.Manu Ginobili skoraði 16 stig og var einn af sjö leikmönnum San Antonio Spurs sem skoruðu yfir tíu stig í 112-93 sigri á New Orleans Pelicans. Þetta var ellefti sigur San Antonio í röð og sá þrettándi í fjórtán leikjum á leiktíðinni. Tony Parker var með 14 stig og 7 stoðsendingar, Tiago Splitter skoraði 11 stig og Tim Duncan var með 10 stig. Marco Belinelli (14 stig) Boris Diaw (13 stig) og Patty Mills (12 stig) skiluðu síðan allir sínu af bekknum. Ryan Anderson skoraði stig fyrir Pelíkanana.Nýliðinn Trey Burke skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar Utah Jazz vann 89-83 sigur á Chicago Bulls í framlengdum leik. Burke var með 14 stig og 6 stoðsendingar í leiknum. Marvin Williams skoraði 17 stig fyrir Utah og þeir Gordon Hayward (12 stoðsendingar) og Richard Jefferson voru báðir með 15 stig. Carlos Boozer skoraði 26 stig og tók 16 fráköst fyrir Chicago og Luol Dengvar með 24 stig í fjórða leik liðsins á fimm dögum.LeBron James skoraði 35 stig þegar Miami Heat vann 107-92 sigur á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að taka aðeins 14 skot í leiknum. Dwayne Wade var með 21 stig og 12 stoðendingar í sjöunda sigri Miami-liðsins í röð. LeBron James hitti úr 11 af 14 skotum sínum utan af velli og öllum 11 vítunum. Ray Allen bætti við 17 stigum fyrir Miami en Channing Frye var atkvæðamestur hjá Phoenix með 16 stig.George Hill og Paul George skoruðu báðir 26 stig þegar Indiana Pacers vann 98-84 sigur á Minnesota Timberwolves í þrettánda sigri liðsins í fjórtán leikjum á þessu tímabili. Þeir hittu saman úr 9 af 29 skotum þar af 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Love var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Minnesota og Nikola Pekovic skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - Boston Celtics 86-96 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 98-84 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 113-94 Miami Heat - Phoenix Suns 107-92 S Memphis Grizzlies - Houston Rockets 86-93 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 96-110 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 89-83 (framlengt) Portland Trail Blazers - New York Knicks 102-91Mynd/AP
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira