Arsenal á toppinn og Ajax á enn möguleika | Úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2013 19:15 Nordic Photos / Getty Images Kolbeinn Sigþórsson á enn möguleika á að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé frábærum sigri Ajax á Barcelona í kvöld. Kolbeinn missti af leiknum í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Króatíu á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var heldur ekki með vegna meiðsla. Hollendingarnir nýttu sér fjarveru Messi til hins ítrasta og komust í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Joel Veltman fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks og Xavi minnkaði muninn úr vítaspyrnu. En nær komst Barcelona ekki en liðið er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins með tíu stig. Börsungar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum en það verður hreinn úrslitaleikur á milli AC Milan og Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar þann 11. desember næstkomandi um hvort liðið fylgi spænsku risunum áfram. AC Milan dugir jafntefli í leiknum þar sem liðið er með átta stig eftir öruggan 3-0 sigur á Celtic í kvöld. Ajax komst upp í sjö stig með sigrinum í kvöld. Jack Wilshere skoraði sína fyrstu tvennu fyrir Arsenal í kvöld er liðið hafði betur gegn Marseille á heimavelli, 2-0. Arsenal er á toppi F-riðils en Dortmund og Napoli eru bæði með níu stig. Wilshere skoraði fyrra mark sitt í kvöld eftir aðeins 32 sekúndur. Mesut Özil fékk svo tækifæri til að auka muninn en slök vítaspyrna hans var varin. Wilshere tryggði svo sigur Arsenal í síðari hálfleik. Dortmund og Napoli geta jafnað Arsenal að stigum í lokaumferðinni og ræður þá árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða því hvaða tvö komast áfram í 16-liða úrslitin. Dortmund hafði betur gegn Napoli, 3-1, í Þýskalandi í kvöld þar sem að heimamenn óðu í færum. Chelsea tapaði fyrir Basel í Sviss, 1-0, en tryggði engu að síður sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem að Schalke gerði markalaust jafntefli við Steaua Búkarest í hinum leik riðilsins.ÚrslitE-riðillBasel - Chelsea 1-0 1-0 Mohamed Salah (87.).Steaua Búkarest - Schalke 0-0Staðan: Chelsea 9, Basel 8, Schalke 7, Steaua Búkarest 3.F-riðillArsenal - Marseille 2-0 1-0 Jack Wilshere (1.), 2-0 Jack Wilshere (65.).Dortmund - Napoli 3-1 1-0 Marco Reus, víti (10.), 2-0 Jakub Blaszczykowski (60.), 2-1 Lorenzo Insigne (71.), 3-1 Pierre-Emerick Aubemeyang (78.).Staðan: Arsenal 12, Dortmund 9, Napoli 9, Marseille 0.G-riðillZenit - Atletico Madrid 1-1 0-1 Adrian (53.), 1-1 Toby Alderweireld, sjálfsmark (74.).Porto - Austria Vín 1-1 0-1 Roman Kienast (11.), 1-1 Jackson Martinez (48.)Staðan: Atletico Madrid 13, Zenit 6, Porto 4, Austria Vín 2.H-riðillCeltic - AC Milan 0-3 0-1 Kaka (13.), 0-2 Cristian Zapata (49.), 0-3 Mario Balotelli (59.).Ajax - Barcelona 2-1 1-0 Thulani Serero (19.), 2-0 Danny Hoesen (41.), 2-1 Xavi, víti (49.). Rautt spjald: Joel Veltman, Ajax.Staðan: Barcelona 10, AC Milan 8, Ajax 7, Celtic 3. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson á enn möguleika á að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé frábærum sigri Ajax á Barcelona í kvöld. Kolbeinn missti af leiknum í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Króatíu á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var heldur ekki með vegna meiðsla. Hollendingarnir nýttu sér fjarveru Messi til hins ítrasta og komust í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Joel Veltman fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks og Xavi minnkaði muninn úr vítaspyrnu. En nær komst Barcelona ekki en liðið er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins með tíu stig. Börsungar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum en það verður hreinn úrslitaleikur á milli AC Milan og Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar þann 11. desember næstkomandi um hvort liðið fylgi spænsku risunum áfram. AC Milan dugir jafntefli í leiknum þar sem liðið er með átta stig eftir öruggan 3-0 sigur á Celtic í kvöld. Ajax komst upp í sjö stig með sigrinum í kvöld. Jack Wilshere skoraði sína fyrstu tvennu fyrir Arsenal í kvöld er liðið hafði betur gegn Marseille á heimavelli, 2-0. Arsenal er á toppi F-riðils en Dortmund og Napoli eru bæði með níu stig. Wilshere skoraði fyrra mark sitt í kvöld eftir aðeins 32 sekúndur. Mesut Özil fékk svo tækifæri til að auka muninn en slök vítaspyrna hans var varin. Wilshere tryggði svo sigur Arsenal í síðari hálfleik. Dortmund og Napoli geta jafnað Arsenal að stigum í lokaumferðinni og ræður þá árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða því hvaða tvö komast áfram í 16-liða úrslitin. Dortmund hafði betur gegn Napoli, 3-1, í Þýskalandi í kvöld þar sem að heimamenn óðu í færum. Chelsea tapaði fyrir Basel í Sviss, 1-0, en tryggði engu að síður sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem að Schalke gerði markalaust jafntefli við Steaua Búkarest í hinum leik riðilsins.ÚrslitE-riðillBasel - Chelsea 1-0 1-0 Mohamed Salah (87.).Steaua Búkarest - Schalke 0-0Staðan: Chelsea 9, Basel 8, Schalke 7, Steaua Búkarest 3.F-riðillArsenal - Marseille 2-0 1-0 Jack Wilshere (1.), 2-0 Jack Wilshere (65.).Dortmund - Napoli 3-1 1-0 Marco Reus, víti (10.), 2-0 Jakub Blaszczykowski (60.), 2-1 Lorenzo Insigne (71.), 3-1 Pierre-Emerick Aubemeyang (78.).Staðan: Arsenal 12, Dortmund 9, Napoli 9, Marseille 0.G-riðillZenit - Atletico Madrid 1-1 0-1 Adrian (53.), 1-1 Toby Alderweireld, sjálfsmark (74.).Porto - Austria Vín 1-1 0-1 Roman Kienast (11.), 1-1 Jackson Martinez (48.)Staðan: Atletico Madrid 13, Zenit 6, Porto 4, Austria Vín 2.H-riðillCeltic - AC Milan 0-3 0-1 Kaka (13.), 0-2 Cristian Zapata (49.), 0-3 Mario Balotelli (59.).Ajax - Barcelona 2-1 1-0 Thulani Serero (19.), 2-0 Danny Hoesen (41.), 2-1 Xavi, víti (49.). Rautt spjald: Joel Veltman, Ajax.Staðan: Barcelona 10, AC Milan 8, Ajax 7, Celtic 3.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira