Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 10:40 Myndir / vilhelm Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira