Þetta eru tillögur hagræðingarhópsins 11. nóvember 2013 15:06 Ásmundur Einar, Vigdís Hauksdóttir, Unnur Brá og Guðlaugur Þór. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira