Telur Seðlabankann kominn langt út fyrir sitt svið Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2013 14:38 "Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands,“ segir Þorsteinn. „Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira
„Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira