Telur Seðlabankann kominn langt út fyrir sitt svið Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2013 14:38 "Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands,“ segir Þorsteinn. „Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira