Kvikmyndaleikstjórinn Hannes Þór í viðtali hjá Sports Illustrated Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 15:57 Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenska landsliðinu. Mynd/AFP „Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
„Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira