Fótbolti

Strákarnir okkar fá baráttukveðjur frá hinum strákunum okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/AFP
Það eru bara tveir tímar í leik Íslands og Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í Króatíu en eins og allir vita þá er í boði farseðill á HM í Brasilíu næsta sumar.

Leikmönnum íslenska liðsins hefur borist góðar kveðjur frá Íslandi og Íslendingum víðs vegar að úr heiminum og nú síðast fengu strákarnir okkar baráttukveðjur frá hinum strákunum okkar.

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, sem sjálfur hefur tekið þátt í sextán stórmótum með Íslandi sendi fótboltalandsliðinu kveðjur sem Knattspyrnusamband Íslands birti á fésbókarsíðu sinni.

Kveðjan frá handboltalandsliðinu:

Sæll Aron Einar,

Við þekkjum þá tilfinningu að fara í úrslitakeppnir á stórmótum og viljum senda ykkur okkar bestu óskir fyrir leikinn í kvöld. Nú er kominn tími til að þið skrifið ykkur á spjöld knattspyrnusögunnar og komist á úrslitakeppni HM í Brasilíu.

Baráttukveðjur frá karlalandsliðinu í handknattleik.

Áfram Ísland

Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×