Geta varðskipsins Þórs nú öllum ljós Svavar Hávarðsson skrifar 2. nóvember 2013 07:00 Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi. Fréttaskýringar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi.
Fréttaskýringar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira