Stelpurnar í Aftureldingu stóðu lengi vel í Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en urðu að lokum að játa sig sigraða.
Hin síunga Hekla Daðadóttir fór á kostum í liði Aftureldingar og skoraði rúmlega helming marka liðsins. Það dugði ekki til.
Afturelding er án stiga á botni deildarinnar en Fram er í fjórða sæti með tíu stig.
Úrslit:
Fram-Afturelding 28-22 (13-11)
Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 8, Marthe Sördal 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, María Karlsdóttir 3, Hafdís Iura 1, Karólína Torfadóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1.
Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 12, Sara Kristjánsdóttir 5, Nóra Csakovics 3, Monica Bodai 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1.
Stórleikur Heklu dugði ekki til | Myndir

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn





Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti