Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 97-88 | Keflavík enn ósigrað Árni Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2013 10:10 Keflavík og Þór frá Þorláksshöfn mættust í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn höfðu tögl á haldi mest allan leikinn en gestirnir sýndu baráttu og komu sér inn í leikinn í lokafjórðungnum. Fyrstu mínútur leiksins var mikið jafnræði með liðunum og voru gestirnir yfir með einu stigi þegar ein og hálf mínúta var liðin af fyrsta leikhluta. Þá skiptu Keflvíkingar yfir í svæðisvörn og stálu boltanum nokkrum sinnum sem skilaði sér í því að þeir komust yfir og juku forskot sitt jafnt og þétt út fyrsta leikhlutann. Þar voru Guðmundur Jónsson og Darryl Lewis duglegastir og voru komnir með 5 stolna bolta til samans þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Að fyrsta leikhluta loknum var staðan 35-22 heimamönnum í vil en heimamenn höfðu komist mest í fimmtán stiga forystu. Darryl Lewis var atkvæðamestur í leikhlutanum en hann skoraði 11 stig í honum. Keflvíkingar slökuðu ekki á klónni í upphafi annars leikhluta en mest komust þeir í 20 stiga forystu þegar 7:30 voru til hálfleiks. Mike Cook hafði ekki verið að hitta vel fyrir Þórsara og munaði um mikið, var hann einungis með tvö stig í upphafi annars leikhluta en endaði hálfleikinn með 9 stig. Keflvíkingar héldu muninum í 18-20 stigum fram yfir hálfan leikhlutann en Þórsarar náðu þó 8-0 sprett sem lauk með glæsilegri troðslu frá Michael Craion. Þegar þrjár mínútur lifðu af hálfleiknum virtist vera að Keflvíkingar slökuðu aðeins á þeir skoruðu ekki nema fjögur stig seinustu þrjár mínúturnar en gestirnir náðu þó ekki að nýta sér það nógu vel en munurinn var 14 stig í hálfleik, 55-41. Stigahæstir voru Michael Craion og Valur Orri Valsson fyrir heimamenn, báðir með 12 stig. Hjá Þór var Nemanja Sovic atkvæðamestur með 12 stig. Þriðji leikhluti hófst og Keflvíkingar héldu föstum tökum á leiknum allan leikhlutann. Má segja að þessi leikhluti hafi verið fremur rólegur og náðu heimamenn að halda Þórsurum 15 til 20 stigum frá sér allan leikhlutann. Þórsarar voru að reyna en komust lítt áleiðis. Staðan 81-62 að loknum leikhlutanum og blaðamaður hélt að heimamenn myndu sigla lygnan sjó út leikinn. Annað kom þó á daginn. Keflvíkingar hættu hreinlega að hitta úr skotum sínum í upphafi fjórða leikhluta á meðan liðsmenn Þórs lyftu upp baráttuandanum hjá sér og urðu mun áræðnari í sókninni. Gestirnir náðu 15-0 spretti og fór um margan Keflvíkinginn í TM-höllinni. Heimamenn náðu ekki að skora stig fyrstu 4:54 af fjórða leikhluta. Þórsarar héldu áfram að þjarma að heimamönnum og fór munurinn minnst niður í þrjú stig þegar Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði þriggja stiga körfu þegar 2:15 voru eftir af leiknum, 87-84. Þá bitu Keflvíkingar aftur frá sér og náðu að klára leikinn með því að taka langar sóknir auk þess sem gestirnir byrjuðu að brjóta á leikmönnum heimamanna til að senda þá á línuna, þar sem Darryl Lewis og Guðmundur Jónsson voru mjög öruggir. Keflvíkingar enn ósigraðir og á toppi deildarinnar. Stigahæstur heimamanna var Michael Craion með 22 stig auk þess að taka 14 fráköst. Nemanja Sovic náði sér einnig í tvöfalda tvennu og hana af stærri gerðinni 30 stig og 16 fráköst. Þórsarar þurfa samt sem áður framlag frá fleiri mönnum en Mike Cook meiddist í byrjun leiks og gat lítið beitt sér og var þar skarð fyrir skildi.Andy Johnston: Hættum að hitta úr skotunum Þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigur sinna manna í kvöld „Frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik var frábær á báðum endum vallarins. Smá einbeitningarleysi í vörninni á stundum. Seinni hálfleikur var ágætlega leikinn af okkur við hefður getað spilað betri vörn þá en síðan lendum við í þurrki sóknarlega. Við vorum að fá galopin skot en þau bara vildu ekki ofan í, í fjórða leikhluta en það gerist stundum.“ „Við vorum heppnir ná að skora nokkrar körfur þegar á þurfti að halda í lok leiks. Þór er með hæfileikaríkt lið og hafði ég nokkrar áhyggjur af þessum leik fyrirfram, þar sem við höfum verið að slaka á frammistöðu okkar undanfarið en við komum til baka í dag og spiluðum vel. Einu vonbrigðin í dag voru misnotuð skot en það getur alltaf gerst.“ Um leiktíðina hingað til sagði Andy „Ég er ánægður með hvar við erum staðsettir bæði í töflunni og frammistöðulega séð en við getum bætt okkur meira og þurfum við að halda einbeitningu og halda áfram að bæta okkur.“Benedikt Guðmundsson: Þurfum að fara að fjölga jákvæðu punktunum „Okkur vantaði sömu baráttu í lokin sem kom okkur í færi á að stela leiknum lokin“, sagði Benedikt Guðmundsson um hvað vantaði til að klára leikinn í kvöld. „Við byrjum þetta hræðilega illa, ég meina við eru 35-22 undir eftir fyrsta leikhluta og það var ljóst snemma að þetta yrði erfitt. Svo meiðist kaninn á fyrstu mínútu og er bara hálfur maður. Við hinsvegar reyndum og ég gef mönnum prik fyrir það.“ Benedikt er ánægður með það sem búið er af tímabilinu „Við erum 3/1 eftir fyrstu fjóra leikina og ekkert yfir því að kvarta miðað við stöðu liðsins. Það fer eftir mati manna hvort við eru tímabilið er undir væntingum eða yfir væntingum. Ég er ekki með neinar ákveðnar væntingar upp á eitthvað sæti eða hvar við verðum í deildinni. Mitt markmið er menn úr þessum ungu strákum sem við erum með og ef það tekst þá verð ég ánægður burtséð frá því hvar við endum í röðinni.“ „Keflavík fær framlag frá töluvert fleiri leikmönnum en við. Við þurfum að auka þennan fjölda, þegar við erum farnir að fá framlag frá, eins og á móti Stjörnunni, 7 til 8 mönnum þá erum við orðnir góðir. Við verðum í ströggli ef það eru bara tveir þrír sem eru að bera þetta, þá verður þetta basl. Við erum að vinna í því að auka þessa breidd.“ Um næstu leiki sagði Benedikt „Eina sem ég er að hugsa um núna er að kaninn sé ekki það meiddur að hann sé að fara að missa af einhverju og að liðið mitt verði heilt. Það er frestaður leikur á móti Njarðvík, við ættum að vera að fá viku hvíld en leikurinn er á sunnudaginn þannig að það eru stór verkefni framundan. Það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt úr leikjum en við þurfum að fara að fjölga þessum jákvæðu punktum.“Keflavík-Þór Þ. 97-88 (35-22, 20-19, 26-21, 16-26)Keflavík: Michael Craion 22/14 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 19, Guðmundur Jónsson 17/7 fráköst, Valur Orri Valsson 12/5 fráköst, Gunnar Ólafsson 10, Arnar Freyr Jónsson 8/10 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 4/5 fráköst, Andri Daníelsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Ólafur Geir Jónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0.Þór Þ.: Nemanja Sovic 30/16 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 22/16 fráköst/4 varin skot, Þorsteinn Már Ragnarsson 11, Mike Cook Jr. 9, Tómas Heiðar Tómasson 9/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 3/5 fráköst, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Matthías Orri Elíasson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0.4. leikhluti | 97-88: Leiknum er lokið. Gestirnir gerðu þennan sigur Keflvíkinga heldur óþægilegann fyrir þá í seinasta leikhlutanum en heimamenn kláruðu þetta þó.4. leikhluti | 95-88: Guðmundur Jónsson stal síðan boltanum og Þröstu Jóhannesson tróð með glæsibrag. Þetta hlýtur að klára leikinn. 4 sek eftir.4. leikhluti | 93-86: Þórsarar eru byrjaðir að brjóta til að koma heimamönnum á línuna. Guðmundur Jónsson nýtir tvö víti 20 sek eftir.4. leikhluti | 91-86: Þór tapaði boltanum klaufalega þegar hálf mínúta var eftir.4. leikhluti | 91-86: Darryl Lewis eykur muninn í 5 stig þegar 1 mínúta er eftir úr vítum.4. leikhluti | 89-86: Enn er munurinn þrjú stig og 1:23 eftir.4. leikhluti | 87-84: Þorsteinn Már Ragnarsson minnkar muninn í þrjú stig og 2:15 eftir. Það er að hitna hérna á Sunnubrautinni.4. leikhluti | 85-79: Munurinn er einungis 6 stig þegar 3:30 eru eftir. Keflvíkingar hafa ekki verið að hitta vel í sókninni á meðan gestirnir nýta sínar sóknir og eru baráttuglaðari þessa stundina.4. leikhluti | 83-76: Sprettur gestanna endaði í 15-0, Craion kom boltanum loksins í körfuna fyrir Keflavík. 5:06 eftir.4. leikhluti | 81-74: Spretturinn kominn í 13-0 og munurinn í 7 stig. Heimamenn eiga eftir að skora stig í leikhlutanum. 6:32 eftir.4. leikhluti | 81-71: 9-0 sprettur gestann, Sovic nýtti víti sem hann átti. Vonandi verður einhver spenna í þessu á lokamínútunum. 7:02 eftir.4. leikhluti | 81-70: Þórsarar hafa skorað fyrstu átta stig leikhlutans, það gæti verið líf í þessum leik eftir allt. Leikhlé tekið af heimamönnum þegar 7:02 eru eftir af leiknum.4. leikhluti | 81-65: Seinasti leikhlutinn hafinn og Sovic skorar þriggja stiga körfu til að opna hann. 9:15 eftir.3. leikhluti | 81-62: 19 stiga munur fyrir fjórða leikhluta. Ef Keflavík heldur áfram að spila sinn leik þá klára þeir þennan leik nokkuð auðveldlega að mínu mati.3. leikhluti | 81-59: Um leið og ég skrifaði seinustu færslu hlaða heimamenn í þrjá þrista í röð og munurinn orðinn 22 stig. 45 sek eftir.3. leikhluti | 73-57: Þessi leikur hefur rosalega rólegt yfirbragð á sér. Heimamenn ná að halda forystunni í tveggja stafa tölu og Þórsarar eru að reyna í sókninni en það gengur ekki betur en þetta. 1:18 eftir.3. leikhluti | 70-55: Arnar Freyr Jónsson hefur verið duglegur að sækja ruðninga fyrir sitt lið í dag, hann hefur náð í þrjá í leiknum. 3:24 eftir.3. leikhluti | 70-53: Leikhlutinn rétt rúmlega hálfnaður og bæði lið eru komin í bónus. 4:18 eftir.3. leikhluti | 64-49: Ragnar Nathanaelsson er kominn með 6 af 10 stigum gestanna í seinni hálfleik. 5:47 eftir.3. leikhluti | 61-45: Michael Craion sýnir líka að hann geti hirt sóknarfráköst og það af Ragnari. Hann fékk tvö víti og nýtti bæði. 7:56 eftir.3. leikhluti | 55-43: Seinni hálfleikur er hafinn og Ragnar Nat. byrjar á því að hirða sóknarfrákast og skila boltanum í körfuna. 9:45 eftir.2. leikhluti | 55-41: Það er kominn hálfleikur í Keflavík og leiða heimamenn með 14 stigum. Það virtist vera að Keflavík slakaði aðeins á á seinustu mínútunum. Þórsarar litu allavega út fyrir að vera með meira lífsmark rétt áður en flautan gall.2. leikhluti | 55-39: Hálf mínúta eftir og Guðmundur Jónsson fer á vítalínuna til að skjóta tveimur vítaskotum. Hann nýtti bæði.2. leikhluti | 53-39: Það er meiri stemmning hjá Þórsurum þessa stundina. Keflavík er ekki að hitta skotunum sínum og gestirnir hafa í tvígang í röð náð að leysa svæðisvörn heimamanna. Keflavík tekur leikhlé þegar 1:35 eru eftir.2. leikhluti | 51-34: Ragnar Nathanaelsson hefur náð tveimur sóknarfráköstum og skilað þeim aftur í körfuna, það er að telja fyrir gestina. 2:37 eftir.2. leikhluti | 51-32: Heimamönnum líkaði greinilega ekki þessi sprettur gestanna. Michael Craion byrjaði á því að hamra boltanum niður með viðstöðulausri troðslu og Guðmundur Jónsson skoraði fimm stig í röð munurinn er aftur kominn í 19 stig. Þór tekur leikhlé þegar 3:39 eru eftir.2. leikhluti | 44-32: Þór hafa skorað sex stig núna í röð og er Mike Cook byrjaður að hitta boltanum. Þeir hafa einnig stigið upp ákafann í vörninni. 4:28 eftir.2. leikhluti | 44-26: 11 stolnir boltar hjá Keflavík og þeir hafa tvisvar fiskað ruðning á Þórsara. Það er að skila þeim góðri forystu. 5:51 eftir.2. leikhluti | 42-22: Mike Cook hefur ekki verið að hitta vel í upphafi leiks og mega gestirnir illa við því, 20 stiga munur. 7:32 eftir.2. leikhluti | 37-22: Annar leikhluti er hafinn og Michael Craion skorar fyrstu stigin. 9:02 eftir.1. leikhluti | 35-22: Leikhlutanum er lokið. Þór hélt í við heimamenn fyrstu mínúturnar en þegar Keflavík skipti yfir í svæðisvörn þá juku þeir jafnt og þétt við muninn. Komust mest í fimmtán stiga forystu. Darryl Lewis er með 11 stig fyrir heimamenn en Nemanja Sovic er kominn með 8 stig fyrir Þór.1. leikhluti | 32-20: Mínúta eftir og heimamenn hafa 12 stiga forystu.1. leikhluti | 28-18: Keflavík tekur leikhlé þegar 1:26 eru eftir, Andy Johnston var ósáttur við ákafann í vörn sinna manna og tók leikhléið.1. leikhluti | 26-14: Tólf stiga munur heimamönnum í vil, þeir hafa stolið boltanum 5 sinnum og á Darryl Lewis 3 af þeim. 2:30 eftir.1. leikhluti | 22-14: Heimamenn hafa skipt í svæðisvörn sem þeir hafa verið að spila undanfarið og leiðir það til þess að gestirnir taka ótímabært skot. Craion kemur svo boltanum í körfuna. 4 eftir.1. leikhluti | 20-14: Darryl Lewis er að hitta vel á fyrstu mínútunum, 4 af fjórum hafa farið ofan í og eitt víti að auki. Hann hefur einnig stolið tveimur boltum og Keflvíkingar ná sex stiga forystu. Þór tekur leikhlé þegar 4:33 eru eftir af leiknum.1. leikhluti | 13-9: Guðmundur Jónsson er kominn með tvo stolna bolta nú þegar og Darryl Lewis eykur muninn í 4 stig þegar 6:18 eru eftir.1. leikhluti | 6-7: Arnar Freyr Jónsson kemur heimamönnum yfir en Nemanja Sovic jafnar fyrir gestina og kemur þeim aftur yfir úr vítaskoti sem hann fékað auki. 7:30 eftir.1. leikhluti | 2-2: Michael Craion skoraði fyrstu stig heimamanna en Ragnar Nathanaelsson jafnaði fyrir gestina. 9:26 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og Þór hefur sókn. 9:55 eftir.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og það er allt tilbúið svo að boltanum verði kastað upp.Fyrir leik: Nú eru fimm mínútur í leik og bæði lið eru út á velli og taka sniðskot hringi til upphitunar og áhorfendur eru að streyma inn í húsið. Það er enn nóg pláss ef einhver ætlar að koma og sjá körfubolta með berum augum.Fyrir leik: Gestirnir úr Þorlákshöfn eiga sína atkvæðamestu menn einnig en þeir skipta tölfræðiflokkunum betur á milli sín. Mike Cook er stigahæstur með 31,3 stig að meðaltali í leik, Ragnar Nathanaelsson er duglegastur í fráköstunum með 10,3 fráköst í leik og Baldur Þór Ragnarsson gefur að meðaltali 6,3 stoðsendingar í leik.Fyrir leik: Michael Craion er atkvæðamestur Keflvíkinga en hann skorar að meðaltali 19,8 stig í leik ásamt því að rífa niður 14, 5 fráköst. Darryl Lewis er síðan stoðsendingahæstur heimamanna með fimm og hálfa stoðsendingu að meðaltali í leik.Fyrir leik: Liðin sem etja kappi í kvöld eru bæði, ásamt KR, taplaus í deildinni hingað til. Keflavík situr á toppi deildarinnar með 4 sigra í jafnmörgum leikjum sem gefur átta stig. Þór er síðan í 5. sæti deildarinnar með þrjá sigra eftir þrjá leiki og sex stig. Það er því morgunljóst að annaðhvort liðið er að fara að tapa fyrstu stigum sínum í kvöld.Fyrir leik: Komið sælir lesendur, það er Boltavaktin sem heilsar úr TM-höllinni e.þ.s. Sláturhúsinu í Keflavík. Hér eftir rúmar 20 mínútur munu Keflavík og Þór Þorláksshöfn eigast við í Dominos-deildinni í körfuknattleik.2. leikhluti | 37-22: Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Keflavík og Þór frá Þorláksshöfn mættust í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn höfðu tögl á haldi mest allan leikinn en gestirnir sýndu baráttu og komu sér inn í leikinn í lokafjórðungnum. Fyrstu mínútur leiksins var mikið jafnræði með liðunum og voru gestirnir yfir með einu stigi þegar ein og hálf mínúta var liðin af fyrsta leikhluta. Þá skiptu Keflvíkingar yfir í svæðisvörn og stálu boltanum nokkrum sinnum sem skilaði sér í því að þeir komust yfir og juku forskot sitt jafnt og þétt út fyrsta leikhlutann. Þar voru Guðmundur Jónsson og Darryl Lewis duglegastir og voru komnir með 5 stolna bolta til samans þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Að fyrsta leikhluta loknum var staðan 35-22 heimamönnum í vil en heimamenn höfðu komist mest í fimmtán stiga forystu. Darryl Lewis var atkvæðamestur í leikhlutanum en hann skoraði 11 stig í honum. Keflvíkingar slökuðu ekki á klónni í upphafi annars leikhluta en mest komust þeir í 20 stiga forystu þegar 7:30 voru til hálfleiks. Mike Cook hafði ekki verið að hitta vel fyrir Þórsara og munaði um mikið, var hann einungis með tvö stig í upphafi annars leikhluta en endaði hálfleikinn með 9 stig. Keflvíkingar héldu muninum í 18-20 stigum fram yfir hálfan leikhlutann en Þórsarar náðu þó 8-0 sprett sem lauk með glæsilegri troðslu frá Michael Craion. Þegar þrjár mínútur lifðu af hálfleiknum virtist vera að Keflvíkingar slökuðu aðeins á þeir skoruðu ekki nema fjögur stig seinustu þrjár mínúturnar en gestirnir náðu þó ekki að nýta sér það nógu vel en munurinn var 14 stig í hálfleik, 55-41. Stigahæstir voru Michael Craion og Valur Orri Valsson fyrir heimamenn, báðir með 12 stig. Hjá Þór var Nemanja Sovic atkvæðamestur með 12 stig. Þriðji leikhluti hófst og Keflvíkingar héldu föstum tökum á leiknum allan leikhlutann. Má segja að þessi leikhluti hafi verið fremur rólegur og náðu heimamenn að halda Þórsurum 15 til 20 stigum frá sér allan leikhlutann. Þórsarar voru að reyna en komust lítt áleiðis. Staðan 81-62 að loknum leikhlutanum og blaðamaður hélt að heimamenn myndu sigla lygnan sjó út leikinn. Annað kom þó á daginn. Keflvíkingar hættu hreinlega að hitta úr skotum sínum í upphafi fjórða leikhluta á meðan liðsmenn Þórs lyftu upp baráttuandanum hjá sér og urðu mun áræðnari í sókninni. Gestirnir náðu 15-0 spretti og fór um margan Keflvíkinginn í TM-höllinni. Heimamenn náðu ekki að skora stig fyrstu 4:54 af fjórða leikhluta. Þórsarar héldu áfram að þjarma að heimamönnum og fór munurinn minnst niður í þrjú stig þegar Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði þriggja stiga körfu þegar 2:15 voru eftir af leiknum, 87-84. Þá bitu Keflvíkingar aftur frá sér og náðu að klára leikinn með því að taka langar sóknir auk þess sem gestirnir byrjuðu að brjóta á leikmönnum heimamanna til að senda þá á línuna, þar sem Darryl Lewis og Guðmundur Jónsson voru mjög öruggir. Keflvíkingar enn ósigraðir og á toppi deildarinnar. Stigahæstur heimamanna var Michael Craion með 22 stig auk þess að taka 14 fráköst. Nemanja Sovic náði sér einnig í tvöfalda tvennu og hana af stærri gerðinni 30 stig og 16 fráköst. Þórsarar þurfa samt sem áður framlag frá fleiri mönnum en Mike Cook meiddist í byrjun leiks og gat lítið beitt sér og var þar skarð fyrir skildi.Andy Johnston: Hættum að hitta úr skotunum Þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigur sinna manna í kvöld „Frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik var frábær á báðum endum vallarins. Smá einbeitningarleysi í vörninni á stundum. Seinni hálfleikur var ágætlega leikinn af okkur við hefður getað spilað betri vörn þá en síðan lendum við í þurrki sóknarlega. Við vorum að fá galopin skot en þau bara vildu ekki ofan í, í fjórða leikhluta en það gerist stundum.“ „Við vorum heppnir ná að skora nokkrar körfur þegar á þurfti að halda í lok leiks. Þór er með hæfileikaríkt lið og hafði ég nokkrar áhyggjur af þessum leik fyrirfram, þar sem við höfum verið að slaka á frammistöðu okkar undanfarið en við komum til baka í dag og spiluðum vel. Einu vonbrigðin í dag voru misnotuð skot en það getur alltaf gerst.“ Um leiktíðina hingað til sagði Andy „Ég er ánægður með hvar við erum staðsettir bæði í töflunni og frammistöðulega séð en við getum bætt okkur meira og þurfum við að halda einbeitningu og halda áfram að bæta okkur.“Benedikt Guðmundsson: Þurfum að fara að fjölga jákvæðu punktunum „Okkur vantaði sömu baráttu í lokin sem kom okkur í færi á að stela leiknum lokin“, sagði Benedikt Guðmundsson um hvað vantaði til að klára leikinn í kvöld. „Við byrjum þetta hræðilega illa, ég meina við eru 35-22 undir eftir fyrsta leikhluta og það var ljóst snemma að þetta yrði erfitt. Svo meiðist kaninn á fyrstu mínútu og er bara hálfur maður. Við hinsvegar reyndum og ég gef mönnum prik fyrir það.“ Benedikt er ánægður með það sem búið er af tímabilinu „Við erum 3/1 eftir fyrstu fjóra leikina og ekkert yfir því að kvarta miðað við stöðu liðsins. Það fer eftir mati manna hvort við eru tímabilið er undir væntingum eða yfir væntingum. Ég er ekki með neinar ákveðnar væntingar upp á eitthvað sæti eða hvar við verðum í deildinni. Mitt markmið er menn úr þessum ungu strákum sem við erum með og ef það tekst þá verð ég ánægður burtséð frá því hvar við endum í röðinni.“ „Keflavík fær framlag frá töluvert fleiri leikmönnum en við. Við þurfum að auka þennan fjölda, þegar við erum farnir að fá framlag frá, eins og á móti Stjörnunni, 7 til 8 mönnum þá erum við orðnir góðir. Við verðum í ströggli ef það eru bara tveir þrír sem eru að bera þetta, þá verður þetta basl. Við erum að vinna í því að auka þessa breidd.“ Um næstu leiki sagði Benedikt „Eina sem ég er að hugsa um núna er að kaninn sé ekki það meiddur að hann sé að fara að missa af einhverju og að liðið mitt verði heilt. Það er frestaður leikur á móti Njarðvík, við ættum að vera að fá viku hvíld en leikurinn er á sunnudaginn þannig að það eru stór verkefni framundan. Það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt úr leikjum en við þurfum að fara að fjölga þessum jákvæðu punktum.“Keflavík-Þór Þ. 97-88 (35-22, 20-19, 26-21, 16-26)Keflavík: Michael Craion 22/14 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 19, Guðmundur Jónsson 17/7 fráköst, Valur Orri Valsson 12/5 fráköst, Gunnar Ólafsson 10, Arnar Freyr Jónsson 8/10 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 4/5 fráköst, Andri Daníelsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Ólafur Geir Jónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0.Þór Þ.: Nemanja Sovic 30/16 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 22/16 fráköst/4 varin skot, Þorsteinn Már Ragnarsson 11, Mike Cook Jr. 9, Tómas Heiðar Tómasson 9/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 3/5 fráköst, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Matthías Orri Elíasson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0.4. leikhluti | 97-88: Leiknum er lokið. Gestirnir gerðu þennan sigur Keflvíkinga heldur óþægilegann fyrir þá í seinasta leikhlutanum en heimamenn kláruðu þetta þó.4. leikhluti | 95-88: Guðmundur Jónsson stal síðan boltanum og Þröstu Jóhannesson tróð með glæsibrag. Þetta hlýtur að klára leikinn. 4 sek eftir.4. leikhluti | 93-86: Þórsarar eru byrjaðir að brjóta til að koma heimamönnum á línuna. Guðmundur Jónsson nýtir tvö víti 20 sek eftir.4. leikhluti | 91-86: Þór tapaði boltanum klaufalega þegar hálf mínúta var eftir.4. leikhluti | 91-86: Darryl Lewis eykur muninn í 5 stig þegar 1 mínúta er eftir úr vítum.4. leikhluti | 89-86: Enn er munurinn þrjú stig og 1:23 eftir.4. leikhluti | 87-84: Þorsteinn Már Ragnarsson minnkar muninn í þrjú stig og 2:15 eftir. Það er að hitna hérna á Sunnubrautinni.4. leikhluti | 85-79: Munurinn er einungis 6 stig þegar 3:30 eru eftir. Keflvíkingar hafa ekki verið að hitta vel í sókninni á meðan gestirnir nýta sínar sóknir og eru baráttuglaðari þessa stundina.4. leikhluti | 83-76: Sprettur gestanna endaði í 15-0, Craion kom boltanum loksins í körfuna fyrir Keflavík. 5:06 eftir.4. leikhluti | 81-74: Spretturinn kominn í 13-0 og munurinn í 7 stig. Heimamenn eiga eftir að skora stig í leikhlutanum. 6:32 eftir.4. leikhluti | 81-71: 9-0 sprettur gestann, Sovic nýtti víti sem hann átti. Vonandi verður einhver spenna í þessu á lokamínútunum. 7:02 eftir.4. leikhluti | 81-70: Þórsarar hafa skorað fyrstu átta stig leikhlutans, það gæti verið líf í þessum leik eftir allt. Leikhlé tekið af heimamönnum þegar 7:02 eru eftir af leiknum.4. leikhluti | 81-65: Seinasti leikhlutinn hafinn og Sovic skorar þriggja stiga körfu til að opna hann. 9:15 eftir.3. leikhluti | 81-62: 19 stiga munur fyrir fjórða leikhluta. Ef Keflavík heldur áfram að spila sinn leik þá klára þeir þennan leik nokkuð auðveldlega að mínu mati.3. leikhluti | 81-59: Um leið og ég skrifaði seinustu færslu hlaða heimamenn í þrjá þrista í röð og munurinn orðinn 22 stig. 45 sek eftir.3. leikhluti | 73-57: Þessi leikur hefur rosalega rólegt yfirbragð á sér. Heimamenn ná að halda forystunni í tveggja stafa tölu og Þórsarar eru að reyna í sókninni en það gengur ekki betur en þetta. 1:18 eftir.3. leikhluti | 70-55: Arnar Freyr Jónsson hefur verið duglegur að sækja ruðninga fyrir sitt lið í dag, hann hefur náð í þrjá í leiknum. 3:24 eftir.3. leikhluti | 70-53: Leikhlutinn rétt rúmlega hálfnaður og bæði lið eru komin í bónus. 4:18 eftir.3. leikhluti | 64-49: Ragnar Nathanaelsson er kominn með 6 af 10 stigum gestanna í seinni hálfleik. 5:47 eftir.3. leikhluti | 61-45: Michael Craion sýnir líka að hann geti hirt sóknarfráköst og það af Ragnari. Hann fékk tvö víti og nýtti bæði. 7:56 eftir.3. leikhluti | 55-43: Seinni hálfleikur er hafinn og Ragnar Nat. byrjar á því að hirða sóknarfrákast og skila boltanum í körfuna. 9:45 eftir.2. leikhluti | 55-41: Það er kominn hálfleikur í Keflavík og leiða heimamenn með 14 stigum. Það virtist vera að Keflavík slakaði aðeins á á seinustu mínútunum. Þórsarar litu allavega út fyrir að vera með meira lífsmark rétt áður en flautan gall.2. leikhluti | 55-39: Hálf mínúta eftir og Guðmundur Jónsson fer á vítalínuna til að skjóta tveimur vítaskotum. Hann nýtti bæði.2. leikhluti | 53-39: Það er meiri stemmning hjá Þórsurum þessa stundina. Keflavík er ekki að hitta skotunum sínum og gestirnir hafa í tvígang í röð náð að leysa svæðisvörn heimamanna. Keflavík tekur leikhlé þegar 1:35 eru eftir.2. leikhluti | 51-34: Ragnar Nathanaelsson hefur náð tveimur sóknarfráköstum og skilað þeim aftur í körfuna, það er að telja fyrir gestina. 2:37 eftir.2. leikhluti | 51-32: Heimamönnum líkaði greinilega ekki þessi sprettur gestanna. Michael Craion byrjaði á því að hamra boltanum niður með viðstöðulausri troðslu og Guðmundur Jónsson skoraði fimm stig í röð munurinn er aftur kominn í 19 stig. Þór tekur leikhlé þegar 3:39 eru eftir.2. leikhluti | 44-32: Þór hafa skorað sex stig núna í röð og er Mike Cook byrjaður að hitta boltanum. Þeir hafa einnig stigið upp ákafann í vörninni. 4:28 eftir.2. leikhluti | 44-26: 11 stolnir boltar hjá Keflavík og þeir hafa tvisvar fiskað ruðning á Þórsara. Það er að skila þeim góðri forystu. 5:51 eftir.2. leikhluti | 42-22: Mike Cook hefur ekki verið að hitta vel í upphafi leiks og mega gestirnir illa við því, 20 stiga munur. 7:32 eftir.2. leikhluti | 37-22: Annar leikhluti er hafinn og Michael Craion skorar fyrstu stigin. 9:02 eftir.1. leikhluti | 35-22: Leikhlutanum er lokið. Þór hélt í við heimamenn fyrstu mínúturnar en þegar Keflavík skipti yfir í svæðisvörn þá juku þeir jafnt og þétt við muninn. Komust mest í fimmtán stiga forystu. Darryl Lewis er með 11 stig fyrir heimamenn en Nemanja Sovic er kominn með 8 stig fyrir Þór.1. leikhluti | 32-20: Mínúta eftir og heimamenn hafa 12 stiga forystu.1. leikhluti | 28-18: Keflavík tekur leikhlé þegar 1:26 eru eftir, Andy Johnston var ósáttur við ákafann í vörn sinna manna og tók leikhléið.1. leikhluti | 26-14: Tólf stiga munur heimamönnum í vil, þeir hafa stolið boltanum 5 sinnum og á Darryl Lewis 3 af þeim. 2:30 eftir.1. leikhluti | 22-14: Heimamenn hafa skipt í svæðisvörn sem þeir hafa verið að spila undanfarið og leiðir það til þess að gestirnir taka ótímabært skot. Craion kemur svo boltanum í körfuna. 4 eftir.1. leikhluti | 20-14: Darryl Lewis er að hitta vel á fyrstu mínútunum, 4 af fjórum hafa farið ofan í og eitt víti að auki. Hann hefur einnig stolið tveimur boltum og Keflvíkingar ná sex stiga forystu. Þór tekur leikhlé þegar 4:33 eru eftir af leiknum.1. leikhluti | 13-9: Guðmundur Jónsson er kominn með tvo stolna bolta nú þegar og Darryl Lewis eykur muninn í 4 stig þegar 6:18 eru eftir.1. leikhluti | 6-7: Arnar Freyr Jónsson kemur heimamönnum yfir en Nemanja Sovic jafnar fyrir gestina og kemur þeim aftur yfir úr vítaskoti sem hann fékað auki. 7:30 eftir.1. leikhluti | 2-2: Michael Craion skoraði fyrstu stig heimamanna en Ragnar Nathanaelsson jafnaði fyrir gestina. 9:26 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og Þór hefur sókn. 9:55 eftir.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og það er allt tilbúið svo að boltanum verði kastað upp.Fyrir leik: Nú eru fimm mínútur í leik og bæði lið eru út á velli og taka sniðskot hringi til upphitunar og áhorfendur eru að streyma inn í húsið. Það er enn nóg pláss ef einhver ætlar að koma og sjá körfubolta með berum augum.Fyrir leik: Gestirnir úr Þorlákshöfn eiga sína atkvæðamestu menn einnig en þeir skipta tölfræðiflokkunum betur á milli sín. Mike Cook er stigahæstur með 31,3 stig að meðaltali í leik, Ragnar Nathanaelsson er duglegastur í fráköstunum með 10,3 fráköst í leik og Baldur Þór Ragnarsson gefur að meðaltali 6,3 stoðsendingar í leik.Fyrir leik: Michael Craion er atkvæðamestur Keflvíkinga en hann skorar að meðaltali 19,8 stig í leik ásamt því að rífa niður 14, 5 fráköst. Darryl Lewis er síðan stoðsendingahæstur heimamanna með fimm og hálfa stoðsendingu að meðaltali í leik.Fyrir leik: Liðin sem etja kappi í kvöld eru bæði, ásamt KR, taplaus í deildinni hingað til. Keflavík situr á toppi deildarinnar með 4 sigra í jafnmörgum leikjum sem gefur átta stig. Þór er síðan í 5. sæti deildarinnar með þrjá sigra eftir þrjá leiki og sex stig. Það er því morgunljóst að annaðhvort liðið er að fara að tapa fyrstu stigum sínum í kvöld.Fyrir leik: Komið sælir lesendur, það er Boltavaktin sem heilsar úr TM-höllinni e.þ.s. Sláturhúsinu í Keflavík. Hér eftir rúmar 20 mínútur munu Keflavík og Þór Þorláksshöfn eigast við í Dominos-deildinni í körfuknattleik.2. leikhluti | 37-22:
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira