Fótbolti

Landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Króatíu | Sölvi Geir kemur inn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Hallgrímsson og Lars.
Heimir Hallgrímsson og Lars. Mynd/Valli
Lars Lagerback hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina gegn Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, verður í leikbanni í heimaleiknum gegn Króatíu.

Sölvi Geir Ottesen kemur aftur inn í landsliðshópinn en hann er kominn í mun betra stand og farinn að leika reglulega með sínu félagsliði í Rússlandi.

Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember og er löngu uppselt á leikinn eins og frægt er orðið. Síðari leikurinn fer fram í Zagreb þann 19. nóvember.

Hér að neðan má sjá hópinn:

Markmenn

1 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik

12 Hannes Þór Halldórsson,  KR

20 Haraldur Björnsson, Fredrikstad FK

 

Varnarmenn

2 Birkir Már Sævarsson, Brann

6 Ragnar Sigurðsson, FC København

14 Kári Árnason, Rotherham United

4 Eggert Gunnþór Jónsson, OS Belenenses

23 Ari Freyr Skúlason, OB

3 Hallgrímur Jónasson, Sønderjyske

2 Kristinn Jónsson, Breiðablik

5 Sölvi Geir Ottesen, FC Ural

 

Miðjumenn

17 Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC

21 Emil Hallfreðsson , Hellas Verona

15 Helgi Valur Daníelsson, OS Belenenses

7 Jóhann Berg Guðmundsson, AZ

8 Birkir Bjarnason, Sampdoria

19 Rúrik Gíslason, FC København

16 Ólafur Ingi Skúlason, SV Zulte Waregem

10 Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham Hotspur FC

13 Guðlaugur Victor Pálsson, NEC

 

Sóknarmenn

22 Eiður Smári Guðjohnsen, Club Brugge

9 Kolbeinn Sigþórsson, Ajax FC

18 Arnór Smárason, Helsingborg IF

11 Alfreð Finnbogason, sc Heerenveen

Hér að neðan má sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis í Laugardalnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×