Fótbolti

Laugardalsvöllur málaður fyrir Króatíuleikinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Laugardalsvelli í kvöld.
Frá Laugardalsvelli í kvöld. Mynd/Instagram
Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri, stóð í ströngu á Laugardalsvellinum í kvöld þar sem línur vallarins voru málaðar fagurhvítar fyrir stórleikinn gegn Króatíu annan föstudag.

Á morgun verður settur upp mikill dúkur sem barst til landsins í dag ásamt fjórum fulltrúum bresks fyrirtækis. Uppsetning dúksins og pulsunnar undir því fer fram á morgun. Búnaðurinn á að sjá til þess að hitastig vallarins fari ekki undir frostmark.

Tjaldið verður ekki fjarlægt fyrr en daginn fyrir leik þegar bæði lið fá að æfa á vellinum. Því var tækifærið nýtt í kvöld til þess að mála völlinn á meðan hann er enn laus við tjaldið.

Hér að ofan má sjá Kristin mála línurnar í flóðljósunum í Laugardalnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×