Sif Atla: Mér er alveg sama því við fengum þrjú stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2013 17:52 Sif Atladóttir lék í nýrri stöðu með kvennalandsliðinu þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag. Sif er vanalega í vörninni en lék nú sem afturliggjandi miðjumaður. „Við skoðuðum myndbönd með þeim fyrir leikinn og þær vilja helst ekki sparka út því markvörðurinn þeirra er ekkert góð í útspörkunum. Við ákváðum að leyfa þeim að senda fyrstu snertingu og skella síðan á þær hápressu. Það gekk allt mjög vel í fyrri hálfleik," sagði Sif Atladóttir við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ. „Við fengum tvö glæsilegt mörk upp úr pressunni þar sem allt liðið var samtaka í því að vinna boltann," sagði Sif. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik en missti svo taktinn í seinni hálfleiknum. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist í seinni hálfleik en þær fjórar eða fimm fremstu hjá þeim svindluðu svolítið þannig að við náðum ekki að losa pressuna sem var á okkur. Við náðum heldur ekki að róa okkur á boltann þegar við náðum honum framhjá þessum fremstu fimm. Þetta var því svolítill háloftabolti undir lokin," sagði Sif. „Þriðja markið í leik skiptir alltaf máli. Við hefðum getað drepið leikinn með þriðja marki okkar en þær komust inn í leikinn með því að minna muninn í 2-1. Þetta var dæmigert mark á svona velli þar sem boltinn skoppar og þær höfðu heppnina með sér," sagði Sif en var sigurinn í hættu undir lokin? „Mér fannst við með stjórn á leiknum en það var pínu pressa í kringum markið þetta. Það lá kannski svolítið í loftinu og við hefðum kannski getað gripið fyrr inn í. Mér er alveg sama því við fengum þrjú stig," sagði Sif en það smá sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Duttum í smá stress í seinni hálfleik Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 66. landsleik í dag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 en hún er aðeins 23 ára gömul. Sara Björk var, eins og aðrar stelpur í íslenska liðinu, ánægð með að ná í þrjú stig út úr þessum leik í Belgrad. 31. október 2013 17:37 Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. 31. október 2013 17:20 Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Sif Atladóttir lék í nýrri stöðu með kvennalandsliðinu þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag. Sif er vanalega í vörninni en lék nú sem afturliggjandi miðjumaður. „Við skoðuðum myndbönd með þeim fyrir leikinn og þær vilja helst ekki sparka út því markvörðurinn þeirra er ekkert góð í útspörkunum. Við ákváðum að leyfa þeim að senda fyrstu snertingu og skella síðan á þær hápressu. Það gekk allt mjög vel í fyrri hálfleik," sagði Sif Atladóttir við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ. „Við fengum tvö glæsilegt mörk upp úr pressunni þar sem allt liðið var samtaka í því að vinna boltann," sagði Sif. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik en missti svo taktinn í seinni hálfleiknum. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist í seinni hálfleik en þær fjórar eða fimm fremstu hjá þeim svindluðu svolítið þannig að við náðum ekki að losa pressuna sem var á okkur. Við náðum heldur ekki að róa okkur á boltann þegar við náðum honum framhjá þessum fremstu fimm. Þetta var því svolítill háloftabolti undir lokin," sagði Sif. „Þriðja markið í leik skiptir alltaf máli. Við hefðum getað drepið leikinn með þriðja marki okkar en þær komust inn í leikinn með því að minna muninn í 2-1. Þetta var dæmigert mark á svona velli þar sem boltinn skoppar og þær höfðu heppnina með sér," sagði Sif en var sigurinn í hættu undir lokin? „Mér fannst við með stjórn á leiknum en það var pínu pressa í kringum markið þetta. Það lá kannski svolítið í loftinu og við hefðum kannski getað gripið fyrr inn í. Mér er alveg sama því við fengum þrjú stig," sagði Sif en það smá sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Duttum í smá stress í seinni hálfleik Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 66. landsleik í dag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 en hún er aðeins 23 ára gömul. Sara Björk var, eins og aðrar stelpur í íslenska liðinu, ánægð með að ná í þrjú stig út úr þessum leik í Belgrad. 31. október 2013 17:37 Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. 31. október 2013 17:20 Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Sara Björk: Duttum í smá stress í seinni hálfleik Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 66. landsleik í dag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 en hún er aðeins 23 ára gömul. Sara Björk var, eins og aðrar stelpur í íslenska liðinu, ánægð með að ná í þrjú stig út úr þessum leik í Belgrad. 31. október 2013 17:37
Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. 31. október 2013 17:20
Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41
Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48
Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02