Fótbolti

Alfreð vill mæta Grikklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/NordicPhotos/Getty
Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar á sér óskamótherja í umspili HM 2014 en dregið verður í hádeginu.

„Þetta eru allt mjög sterkar þjóðir," sagði Alfreð Finnbogason við ANP-fréttastofuna en hann skoraði sitt ellefta deildarmark fyrir sc Heerenveen um helgina. Ísland getur mætt Grikklandi, Portúgal, Úkraínu og Króatíu.

„Það væri best að forðast það að mæta Portúgal og líklega væri best að mæta Grikklandi þó að þeir séu með mjög sterka vörn," sagði Alfreð.

Alfreð segir að allir heima Íslandi bíði spenntir eftir því hverjir munu standa á milli Íslands og HM í Brasilíu 2014.

„Við erum ekki fólk sem fagnar á götunum eða dansar upp á bílum sinum. Það hefur engu að síður verið frábært andrúmsloft á Íslandi síðan á þriðjudaginn," sagði Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×