Íslenski boltinn

Hemmi Hreiðars hættur með ÍBV en ekki hættur að þjálfa

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Daníel
Hermann Hreiðarsson stimplaði sig inn sem þjálfari í Pepsi-deildinni í sumar en hætti síðan óvænt sem þjálfari ÍBV eftir Íslandsmótið.

Hermann tjáði sig um þessa ákvörðun í viðtali í Reitaboltanum á 433.is og segist þar hafa hætt að þjálfa ÍBV-liðið vegna fjölskyldu sinnar sem var ekki með honum út í Eyjum.

„Það er ekkert að fela með það. Fjölskyldan býr í Reykjavík og þar sem konan er líka að þjálfa þá var þetta töluvert meira púsluspil en ég átti von á," segir Hermann við 433.is en Ragna Lóa Stefánsdóttir, eiginkona hans, kom kvennaliði Fylkis upp í Pepsi-deildina í sumar.

Hermann naut þess að þjálfa ÍBV-liðið. „Ég hafði rosalega gaman að þessu og hlakkaði til að mæta í vinnuna á hverjum degi," segir Hermann og þetta var bara fyrsta skrefið á þjálfaraferlinum.

„Ég er ekki hættur að þjálfa. Nú kemur kannski pása í einhvern tíma en ég ætla að halda áfram að mennta mig í þessu. Þetta ár gaf mér rosalega mikið og maður var að kynnast íslensku deildinni upp á nýtt eftir fimmtán ár erlendis," segir Hermann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×